29.11.06

Skíðakrapp

Ég var kallaður út á svalir í gærkvöldi í hlákustíflulosunaraðgerðir til að reyna að forða fólkinu á neðri hæðinni frá bráðri drukknun. Fann þá þetta ægilega grýlukerti sem mér fannst tilvalið að deila með æstum lesendum.



Síson 2 af Arrested Development er notað sem stærðarviðmið.

Um helgina fékk ég Jared vinnufélaga í heimsókn í "Akureyri dörtí wíkend" pakka og við brölluðum ýmislegt, þar á meðal að skella okkur á svigskíði. Ég hafði ekki snert slík skíði í allavega 15 ár, og kom sjálfum mér á óvart með ótrúlegum töktum í brekkunum. Miðað við mína fyrri reynslu þá má sennilega þakka það þessum nýju kúrvuskíðum frekar en því að ég hafi á öllum þessum árum hægt og rólega breyst í náttúrulegan skíðara. Játi lýsir þessu af sinni alkunnu snilld hér. Allavega, ef einhverjum öðrum æstum lesenda þyrstir í að taka með mér "en smutsig helg" á Akureyri með tilheyrandi sveittri svigskíða-aksjón, þá er ég í skránni.