26.3.09
Radíókrapp
Á sunnudögum fer nú fram merkileg röð viðtala í þættinum Helgarútgáfunni. Fyrir tæpum tveim vikum var það Rúnar Leifsson fornleifafræðingur sem leit í heimsókn og ræddi m.a. um hinar merku kvikmyndir Howard the Duck og The Stuff. Núna síðast var viðmælandinn svo Vilhjálmur Stefánsson tölvunarfræðingur sem fór yfir glæstan en snarpan feril hljómsveitarinnar LBA (feis/speis) með þáttarstjórnanda. Þar var tónlist sveitarinnar spiluð í fyrsta skipti í ríkisreknu útvarpi svo vitað sé, og það er óneitanlega tilhlökkunarefni að fá spikfeitan STEF-tékkann inn um lúguna að ári liðnu. Rúnar er hægt að hlusta á hér (eftir ca. 1:24) og Vilhjálm er hægt að hlusta á hér (eftir ca. 1:16). Eftir báða þættina gjörsamlega skíðloguðu moggabloggheimar af ummælum æstra húsmæðra sem fögnuðu þessum útvarpsviðtölum og töldu þau óaðfinnanlega ráðstöfun á nefskattpeningum sínum. Skal það engan undra sem á hefur hlýtt.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)