Tilbakadragníngskrapp plús Rymdbollakrapp
Ég verð víst að taka aftur þennan dóm minn um interfeis halezar sem ég slengdi fram í gær. Drengurinn tók sig til og fixaði pakkann þannig að nú fær það þrjár stjörnur af fimm mögulegum. Ég er ekki alvegn nógu sáttur við litasamsetninguna ennþá, en þetta kemur sennilega alltsaman. Við horfðum einmitt á hina yndislegu mynd "Det våras för stjärnorna" í gær, sem er sænska þýðingin á "Spaceballs". Svíar hafa nefnilega tekið upp þann fruntalega vitlausa sið að skíra allar Mel Brooks myndir "Det våras för"-eitthvað. Er þetta sennilega arfleifð frá því þegar fyrsta mynd Mella, "The Producers" hefur verið þýdd "Det våras för Hitler" (sem er eðlilegt þar sem lagið "Springtime for Hitler" spilar þar stóra rullu). Eftir það hafa sennilega komið "Det våras för Frankenstein", "Det våras för sheriffen" (Blazing saddles) og síðan "Det våras för Stjärnorna", sem ætti fræðilega séð að heita "Rymdbollarna". Svíar eru greinilega of sniðugir til að haga sér eins og menn þegar kemur að þýðingum.
Og talandi um þýðingar, þá er það alveg fruntalega óþolandi hvað téðir Svíar eru tregir að láta upprunalegan titil mynda fylgja með þegar þeir lista Dagskrá Kvöldsins í hinum ýmsustu miðlum. Þetta er svona hliðstætt við það ef að myndin "Á ystu nöf" væri auglýst sem laugardagsmynd Ríkisútvarpsins Sjónvarps og engar aðrar upplýsingar látnar fylgja með. Eins og alþjóð veit þá getur þessi titill átt við hvaða FanDamm/DolfLundgren/Svartsenägger/Stallón/StívenSígal-mynd sem er sem komið hefur síðustu 20 árin. Það er því ekki um annað að ræða en að láta það koma sér á óvart hvaða mynd er á ferðinni, eða einfaldlega finna sér eitthvað annað að gera, svosem bútasaum ellegar bróderí (sem hefur frekar verið fallið hjá mér upp á síðkastið).
Halez var alltént í því allt kvöldið að koma Speisbolls yfir á diggitalt format, og notaði hann til þess sína fruntalegu disjital myndavél. Hérna er einn rammi úr atriði seint í myndinni þar sem Svarta Hjälmen er að skýra Den Enstaka Stjärnan frá uppruna sínum.
Smellið á myndinna til að fá Speisbolls í heild sinni svo og leik Senegal og Frakklands í knattspyrnu. Krapp.
1.6.02
31.5.02
Freðkrapp, partur 2
Fyrirbærið á myndinni hér að ofan heitir á fræðimálinu "F.R.E.Ð.B.A.R.", det vill säga FREÐinn Beyjond All Rekognisjón. Þessa mynd tók halez af Farbrornum þegar hann var búinn að freðast fruntalega í kynningunni á lokaverkefninu. Internetnotendum til mikillar gleði þá er halez farinn að birta dokúmentasjónsresultöt sín á veraldarvebnum og er hægt að smella á freðna Farborinn fyrir frekari upplýsingar. Hann fær samt fjórar hauskúpur af fimm mögulegum fyrir interfeisið eins og það lítur út í dagsleginu.
Fyrirbærið á myndinni hér að ofan heitir á fræðimálinu "F.R.E.Ð.B.A.R.", det vill säga FREÐinn Beyjond All Rekognisjón. Þessa mynd tók halez af Farbrornum þegar hann var búinn að freðast fruntalega í kynningunni á lokaverkefninu. Internetnotendum til mikillar gleði þá er halez farinn að birta dokúmentasjónsresultöt sín á veraldarvebnum og er hægt að smella á freðna Farborinn fyrir frekari upplýsingar. Hann fær samt fjórar hauskúpur af fimm mögulegum fyrir interfeisið eins og það lítur út í dagsleginu.
Animalsexkrapp
Sá að einhver aum sál hafði ratað inn á Krappetíkrappið eftir að hafa slegið inn leitarorðið "animalsex" á leit.is (http://leitarvel.leit.is/query.html?&rq=0&qt=animalsex). Vonandi hefur sá einstaklingur fengið það sem sóst var eftir á Krappetíkrappinu, enda er köstomer sattisfaksjón lykilatriði í bissnesshugmynd okkar.
Sá að einhver aum sál hafði ratað inn á Krappetíkrappið eftir að hafa slegið inn leitarorðið "animalsex" á leit.is (http://leitarvel.leit.is/query.html?&rq=0&qt=animalsex). Vonandi hefur sá einstaklingur fengið það sem sóst var eftir á Krappetíkrappinu, enda er köstomer sattisfaksjón lykilatriði í bissnesshugmynd okkar.
29.5.02
Kúrbítsblætiskrapp
Í krappinu hér fyrir neðan steingleymdi ég að minnast á mitt fruntalega kúrbítsblæti. Skal því öngvan undra að ég styðji hugmynd Farbror Geira heilshugar um að stofna "Kúrbítskastala Geira frænda". Hann er reyndar ekki mjög spesifíkur angående hvaða kúrbíts-tengdu aktiviteter myndu fara fram í þessum kastala, hvort téðir kúrbítar verði borðaðir eða hvort eitthvað annað notagildi verði fundið fyrir þá. Sem betur fer er mitt kúrbítsblæti það almenns eðlis að það skiptir í raun engu máli, ég verð daglegur fastagestur í þessum kastala í vilket fall som helst.
Það er líka ánægjulegt að heyra að Húgó frændi hefur sótt í gullkistu goðanna í Iron Maiden eftir innblæstri við ritgerðaskrif. Meiden hefur einmitt verið eitt af fáu sem hefur haldið mér með einhverjum sönsum þessa önnina. 20 eininga lokaverkefni Kölska. Krapp.
Í krappinu hér fyrir neðan steingleymdi ég að minnast á mitt fruntalega kúrbítsblæti. Skal því öngvan undra að ég styðji hugmynd Farbror Geira heilshugar um að stofna "Kúrbítskastala Geira frænda". Hann er reyndar ekki mjög spesifíkur angående hvaða kúrbíts-tengdu aktiviteter myndu fara fram í þessum kastala, hvort téðir kúrbítar verði borðaðir eða hvort eitthvað annað notagildi verði fundið fyrir þá. Sem betur fer er mitt kúrbítsblæti það almenns eðlis að það skiptir í raun engu máli, ég verð daglegur fastagestur í þessum kastala í vilket fall som helst.
Það er líka ánægjulegt að heyra að Húgó frændi hefur sótt í gullkistu goðanna í Iron Maiden eftir innblæstri við ritgerðaskrif. Meiden hefur einmitt verið eitt af fáu sem hefur haldið mér með einhverjum sönsum þessa önnina. 20 eininga lokaverkefni Kölska. Krapp.
28.5.02
Krappblæti
Ég held að það sé hverjum manni og hverri konu hollt að hafa eitthvert blæti sem hann eða hún getur einbeitt sér að því að fullnægja ef svo leiðinlega vildi til að tómarúm myndi skapast í lífi viðkomandi einstaklings. Ég get alltént stoltur játað að hafa följande blæti:
Ég held að það sé hverjum manni og hverri konu hollt að hafa eitthvert blæti sem hann eða hún getur einbeitt sér að því að fullnægja ef svo leiðinlega vildi til að tómarúm myndi skapast í lífi viðkomandi einstaklings. Ég get alltént stoltur játað að hafa följande blæti:
- Stafrófsblæti
- "Djöst-add-woter"-mats blæti (ekkert sem kemur mér betur til en pakki af bollasúpu frá knorr)
- Sokkablæti
- Krappblæti
- Dvergablæti
- Svefnblæti
- Letiblæti (tengt svefnblætinu)
- IronMaiden-blæti
- Fruntalegt dokjúmenteringarblæti (eins og myndasíðan mín er gott dæmi um)
Kungen är död
Hvað finnst þér að Karl Gústaf konungur ætti að gera við hárlubbann sinn? Svo undrar expressen.se.
Ekki frá því að ég undri líka. Niður með mónarkíið! Lifi byltingin!
Hvað finnst þér að Karl Gústaf konungur ætti að gera við hárlubbann sinn? Svo undrar expressen.se.
Ekki frá því að ég undri líka. Niður með mónarkíið! Lifi byltingin!
Freðkrapp
Dagurinn í dag var stór áfangi þar sem ég tók mig til og presenteraði lokaverkefnið mitt fyrir næstum því tómu húsi áhorfenda. Eftir kynninguna áttu tveir aðrir stúdentar að drulla yfir mig og mitt arbete, en ég varðist að sjálfsögðu með kjafti og klóm. Þetta tók samt á og ég held að ég hafi aldrei verið jafn freðinn á ævinni. Spurning um að fara og hrynja ærlega íða. Kíp on krappíng in ðe frí vörld.
Og auðvitað er R2D2 dvergur.. það eru bara flón sem halda annað.
Dagurinn í dag var stór áfangi þar sem ég tók mig til og presenteraði lokaverkefnið mitt fyrir næstum því tómu húsi áhorfenda. Eftir kynninguna áttu tveir aðrir stúdentar að drulla yfir mig og mitt arbete, en ég varðist að sjálfsögðu með kjafti og klóm. Þetta tók samt á og ég held að ég hafi aldrei verið jafn freðinn á ævinni. Spurning um að fara og hrynja ærlega íða. Kíp on krappíng in ðe frí vörld.
Og auðvitað er R2D2 dvergur.. það eru bara flón sem halda annað.
27.5.02
Málþingið - Er R2D2 dvergur? Í hádeginu í gær, þegar ég, Drengur, Halez og Farbrorinn fórum og fengum okkur að éta spruttu upp gríðarlega málefnanlegar umræður um það hvort að dvergur sé inní R2D vélmenninu í Star Wars...farbrorinn hélt því statt og stöðugt fram við mikin hlátur viðstaddra.
Núna verð ég að viðurkenna að farbrorinn hafði rétt fyrir sér, enda er hann með blæti fyrir Star Wars.
Fór ég aðeins að forvitnast um þennan dverg sem heitir Kenny Baker og hvað það er sem hann gerir inní vélmenninu, svarið við því er að finna á FAQ á heimasíðunni hans:
What do you do inside R2D2?
I sit inside and listen to instructions, it can be very noisy in there at times, so you have to be alert. I have two levers to enable movement from side to side, but the I can only move 3 inches at a time.
Þetta er það besta sem ég hef heyrt lengi. Þeir geta gert róbóta á stærð við risaeðlur í Jurassic Park II en þeir geta ekki fjarstýrt R2D2!! Djöfulsins snilld.
Núna verð ég að viðurkenna að farbrorinn hafði rétt fyrir sér, enda er hann með blæti fyrir Star Wars.
Fór ég aðeins að forvitnast um þennan dverg sem heitir Kenny Baker og hvað það er sem hann gerir inní vélmenninu, svarið við því er að finna á FAQ á heimasíðunni hans:
What do you do inside R2D2?
I sit inside and listen to instructions, it can be very noisy in there at times, so you have to be alert. I have two levers to enable movement from side to side, but the I can only move 3 inches at a time.
Þetta er það besta sem ég hef heyrt lengi. Þeir geta gert róbóta á stærð við risaeðlur í Jurassic Park II en þeir geta ekki fjarstýrt R2D2!! Djöfulsins snilld.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)