Sigurkrapp
Látum þetta vera lokaorðin í ULTIMATE umræðunni í bili, sem sýnir fram á að mannkynið sigrar ævinlega að lokum. Hjartnæmt.
25.3.05
Maður versus vél krapp
Ég var nú kannski full fljótur á mér að hreykja mér af frækilegum árangri mínum gegn ofurafli gervigreindarinnar. Krapp. Það verður ekki einu sinni gefið upp í hversu mörgum gerum mér tókst að ljúka leiknum.
Og bara til að nudda salti í sárin þá var þetta lokagerið hjá helv... gervigreindinni. Samborgari minn Bobby myndi ekki vera í neinum vafa um að þetta væri gyðinglegt samsæri, en ég er svo pólítískt réttur að ég ætla ekki að halda neinu slíku fram.
Ég var nú kannski full fljótur á mér að hreykja mér af frækilegum árangri mínum gegn ofurafli gervigreindarinnar. Krapp. Það verður ekki einu sinni gefið upp í hversu mörgum gerum mér tókst að ljúka leiknum.
Og bara til að nudda salti í sárin þá var þetta lokagerið hjá helv... gervigreindinni. Samborgari minn Bobby myndi ekki vera í neinum vafa um að þetta væri gyðinglegt samsæri, en ég er svo pólítískt réttur að ég ætla ekki að halda neinu slíku fram.
Æsandi ULTIMATE krapp
Eins og það er nú ævinlega gaman að tapa fyrir sinni eigin gervigreind, þá er það sérstaklega ánægjulegt þegar það stendur eins tæpt og hérna. Virkilega fallegt.
Í þessum leik náði ég þessu sérdeilis fallega geri, 1.000 stig í 7 köstum. Á fagmáli kallast þetta leikafbrigði "sjögera þúsari með bakkspinni".
Eins og það er nú ævinlega gaman að tapa fyrir sinni eigin gervigreind, þá er það sérstaklega ánægjulegt þegar það stendur eins tæpt og hérna. Virkilega fallegt.
Í þessum leik náði ég þessu sérdeilis fallega geri, 1.000 stig í 7 köstum. Á fagmáli kallast þetta leikafbrigði "sjögera þúsari með bakkspinni".
24.3.05
ULTIMATE krapp
Eins og örvæntingarfullir lesendur Krappetíkrappsins hafa án efa tekið eftir þá hefur hið innihaldsríka vefsetur besta teningaspils í heimi (ULTIMATE 10.000) legið niðri um hríð vegna skyndilegrar lokunar Ókeypis Vefhótels Halezar. Sem betur fer var teningaspilið ekki lengi heimilislaust og hefur það nú fengið spánnýja hýsingu hjá Ókeypis Vefhóteli RobbaK. Þökkum við bæði Halez fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin, og svo öðlingnum RobbaK fyrir núverandi gestristni.
Nýja slóðin er ultimate.robbik.net.
Reyndar ekkert nýtt innihald eða ný útgáfa frekar en fyrri daginn, en þeir sem hafa straujað vélar sínar upp á síðkastið fá nú tækifærið til að endurnýja kynni sín við þetta fruntalega góða tölvuspil.
Eins og örvæntingarfullir lesendur Krappetíkrappsins hafa án efa tekið eftir þá hefur hið innihaldsríka vefsetur besta teningaspils í heimi (ULTIMATE 10.000) legið niðri um hríð vegna skyndilegrar lokunar Ókeypis Vefhótels Halezar. Sem betur fer var teningaspilið ekki lengi heimilislaust og hefur það nú fengið spánnýja hýsingu hjá Ókeypis Vefhóteli RobbaK. Þökkum við bæði Halez fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin, og svo öðlingnum RobbaK fyrir núverandi gestristni.
Nýja slóðin er ultimate.robbik.net.
Reyndar ekkert nýtt innihald eða ný útgáfa frekar en fyrri daginn, en þeir sem hafa straujað vélar sínar upp á síðkastið fá nú tækifærið til að endurnýja kynni sín við þetta fruntalega góða tölvuspil.
23.3.05
Frekara Maiden-undirbúningskrapp
Heldur nú áfram sagan endalausa af viðleitni minni til að koma mér í réttan gírinn fyrir tónleika aldarinnar sem eru nú bara á næsta leiti hvorki meira né minna
Að þessu sinni kemur við sögu keppni ein margslungin sem starfsmenn TM Software Inc. (áður TölvuMyndir) heyja á hverju einasta ári í byrjun marsmánaðar. Þar sem keppt er í mörgum og fjölbreytilegum keppnisgreinum þá hefur einhverjum hnyttnum manni þótt við hæfi að skíra þessa keppni Ólympíuleika TM Software (áður TölvuMynda).
Í ár var ein keppnisgreinin sú að deildir kepptu sín á milli um það hver þeirra gæti vippað upp tilkomumestu "drag" sýningunni á lokakvöldi keppninnar. Í minni deild starfa fyrir utan mig tveir fílefldir karlmenn sem iðka báðir körfubolta og voru því algjörlega tilvaldir í þetta djobb. Ég hefði allavega fílað það í botn að sjá þá íklædda sitthvorri pastellitaðri dragtinni að mæma eitthvað júróvisjónlag með Sigríði Beinteinsdóttur. Ekki voru þeir til í það, og úrslitakvöldið rann upp án þess að við hefðum neinn kandidata í þessa keppni.
Það að senda ekki fulltrúa hefði náttúrulega verið katastrófalt fyrir almannaálit deildarinnar, þannig að á síðustu stundu ákvað ég að taka af skarið og gefa fólkinu það sem það vildi. Íklæddur smekklegu pilsi og farðaður eftir kúnstarinnar reglum setti ég á svið sjónarspil sem á engan sinn líkan í gervallri veröld. Að sjálfsögðu dugði ekkert Evróvisjónjarm undir þessu sjónarspili, það dugði ekkert minna en snilldarverkið The number of the beast með meisturum Iron Maiden, í tónleikaútgáfu tekið af breiðskífunni "Live after death". Það reyndar endaði með því að framlag mitt lenti í öðru sæti keppninnar, en það þýðir ekki að dvelja of lengi við þann dómaraskandal. Ég skildi við þessa keppni reynslunni ríkari, og ef ég skyldi enda með Bruce Dickinson í svallpartíi á Nordica Hotel eftir tónleikana þá er ég allavega vel undir það búinn.
Heldur nú áfram sagan endalausa af viðleitni minni til að koma mér í réttan gírinn fyrir tónleika aldarinnar sem eru nú bara á næsta leiti hvorki meira né minna
Að þessu sinni kemur við sögu keppni ein margslungin sem starfsmenn TM Software Inc. (áður TölvuMyndir) heyja á hverju einasta ári í byrjun marsmánaðar. Þar sem keppt er í mörgum og fjölbreytilegum keppnisgreinum þá hefur einhverjum hnyttnum manni þótt við hæfi að skíra þessa keppni Ólympíuleika TM Software (áður TölvuMynda).
Í ár var ein keppnisgreinin sú að deildir kepptu sín á milli um það hver þeirra gæti vippað upp tilkomumestu "drag" sýningunni á lokakvöldi keppninnar. Í minni deild starfa fyrir utan mig tveir fílefldir karlmenn sem iðka báðir körfubolta og voru því algjörlega tilvaldir í þetta djobb. Ég hefði allavega fílað það í botn að sjá þá íklædda sitthvorri pastellitaðri dragtinni að mæma eitthvað júróvisjónlag með Sigríði Beinteinsdóttur. Ekki voru þeir til í það, og úrslitakvöldið rann upp án þess að við hefðum neinn kandidata í þessa keppni.
Það að senda ekki fulltrúa hefði náttúrulega verið katastrófalt fyrir almannaálit deildarinnar, þannig að á síðustu stundu ákvað ég að taka af skarið og gefa fólkinu það sem það vildi. Íklæddur smekklegu pilsi og farðaður eftir kúnstarinnar reglum setti ég á svið sjónarspil sem á engan sinn líkan í gervallri veröld. Að sjálfsögðu dugði ekkert Evróvisjónjarm undir þessu sjónarspili, það dugði ekkert minna en snilldarverkið The number of the beast með meisturum Iron Maiden, í tónleikaútgáfu tekið af breiðskífunni "Live after death". Það reyndar endaði með því að framlag mitt lenti í öðru sæti keppninnar, en það þýðir ekki að dvelja of lengi við þann dómaraskandal. Ég skildi við þessa keppni reynslunni ríkari, og ef ég skyldi enda með Bruce Dickinson í svallpartíi á Nordica Hotel eftir tónleikana þá er ég allavega vel undir það búinn.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)