9.4.05

Textaþraut II

Nú er komið glas á aðra textaþraut. Úr hvaða íslensku dægurlagaperlu er þessi texti? Lag og flytjandi óskast.

ég er svo ánægður
og glaður og kátur
svo ferlega glaður og kátur
það er alveg merkilegt hvað ég er glaður

ég fékk kaupið mitt í gær
það er svo gaman
því ég fékk kaupið mitt í gær
þið trúið því ekki
það er svo gaman

en svo kemst ég ekki í vinnuna fyrrená
fyrrená
mánudaginn
mánudaginn!

Vegleg verðlaun í boði!!

Þó ég sé um það bil að fara á gigg með Helga och Hljóðfæraleikunum þá er þetta textabrot ekki með þeirri merku sveit.

3.4.05

HOMMA-krapp

Það er ekki annað hægt en að vera sáttur við þetta. HOMMA lifir!

Reyndar þá var hin opinbera og gríðarlega hnyttna skýring á skammstöfuninni á sínum tíma "Heimspekingar og menntahrokar í Menntaskólanum á Akureyri" en ég er sáttur við nýju útgáfuna. Er ekki yfirleitt fólk haldið menntahroka í staðinn fyrir að vera menntahrokar?