22.11.05

Svíakrapp IX

Fékk óvænt símtal áðan frá Svíþjóð. Þar var á ferðinni gamall skólafélagi úr Skaufabæ sem hafði áhyggjur af mér þar sem ég hafði ekki svarað neinum ímeilum frá honum í háa herrans tíð. Sem ég var reyndar alltaf á leiðinni að gera (og búinn að vera á leiðinni að gera í svona hálft ár). Hann fékk símanúmerið mitt í gegnum utanríkisráðuneytið.

Alltaf gaman að fá símtöl frá útlöndum, en kennir manni óneitanlega að það er ekki hægt að humma ímeilaskrif endalaust fram af sér. Einhverjir gætu farið að telja mann af.