Var svo heppinn að fá ekkert-alltof-útrunnið prufueintak af þessum mintum upp í hendurnar í gær. Mér skilst að þær hafi ekki verið langlífar á íslenskum markaði, sennilega á fólk erfitt með að borða nammi úr sígarettu-skreyttum umbúðum. Bévítans pólítískt-rétthugsandi pakk.

En þeir ljúga því ekki að minturnar eru ferskar, þrátt fyrir að vera eilítið komnar framyfir síðasta söludag.