Síðan hinu góðu fréttir litu dagsins ljós hef ég ekki setið aðgerðalaus. Búinn að hlusta á Live after death: The World Slavery Tour '84-'85 oftar en góðu hófi gegnir, og spændi mig í gegnum "Run to the hills: The authorised Iron Maiden biography" á þremur dögum. Þar af leiðir að ég er þokkalega vel með á nótunum hver hefur sofið hjá hverjum, af hverju hinir og þessir hafa hætt í fússi og hverjir eru í fýlu við hvern.
Einnig tók ég mig til og sneri starfsmannapartíi síðustu helgar upp í allsherjar Maiden-orgíu þegar líða tók á kvöldið (vildi svo skemmtilega til að gestgjafinn átti fyrstu 5 breiðskífurnar á snarkandi vínyl).
Framtíðin er björt.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli