24.9.05

Póllandskrapp III

Gaman að segja frá því að ef pöntuð er nautasteik á pólskum veitingastað, og beðið er um að fá hana medium steikta, þá eru greinilega allar líkur á því að niðurstaðan verði eitthvað í líkingu við þetta:



Þessi steik bragðaðist reyndar ágætlega svona fyrir utan þetta svarta. Ég hafði bara ekki geð í mér að kvarta miðað við að fyrir þennan rétt var verið að rukka u.þ.b. 580 kr.

20.9.05

Póllandskrapp II

Þessi Póllandsferð var óneitanlega svall hið mesta. Svo mikið svall að flestar þær myndir sem ég tók sem voru á annaðborð af fólki innihalda annað hvort mig í annarlegu ástandi eða þá einhverja vinnufélaga í tiltölulega annarlegu ástandi (enda var hægt að fá móhító á hlægilegu verði). Ég hef því enga aðra kosti en að pósta eftirfarandi myndum, sem gefa virkilega skemmtilegan þverskurð af Varsjárborg.