25.9.02

Überkrapp

Komið glas á hálfsmánaðarlegt krapp.

Svosem ekki mikið nýtt í krappi, en þó get ég upplýst það að ég fékk alveg hrottalegt ofnæmisóþolskast á sunnudagskvöldið, lá andvaka í 5 og hálfan tíma og klóraði mér á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum. Það var frekar slæmt krapp.

Það er þó ekki í frásögur færandi nema það, að daginn eftir fékk ég eitthvað ofnæmislyf hjá henni móður minni, sem heitir Clarityn. Það er svosem ekki heldur í frásögur færandi nema það, að Clarityn var einmitt nafnið á hægðalosandi lyfinu í draumnum mínum hér að neðan. Og það er sko hægt að færa í frásögur.