24.3.05

ULTIMATE krapp

Eins og örvæntingarfullir lesendur Krappetíkrappsins hafa án efa tekið eftir þá hefur hið innihaldsríka vefsetur besta teningaspils í heimi (ULTIMATE 10.000) legið niðri um hríð vegna skyndilegrar lokunar Ókeypis Vefhótels Halezar. Sem betur fer var teningaspilið ekki lengi heimilislaust og hefur það nú fengið spánnýja hýsingu hjá Ókeypis Vefhóteli RobbaK. Þökkum við bæði Halez fyrir óeigingjarnt starf í gegnum árin, og svo öðlingnum RobbaK fyrir núverandi gestristni.

Nýja slóðin er ultimate.robbik.net.

Reyndar ekkert nýtt innihald eða ný útgáfa frekar en fyrri daginn, en þeir sem hafa straujað vélar sínar upp á síðkastið fá nú tækifærið til að endurnýja kynni sín við þetta fruntalega góða tölvuspil.

Engin ummæli: