Farsan stillti sér stoltur upp með dýrgripnum fyrir brottför.
Eins og venja er með aldna gæðinga þá var áð um stund eftir erfiðustu brekkurnar upp á Öxnadalsheiðina til að leyfa bæði fák og knapa að kæla sig.
Tilvonandi einkanúmer? Eða máske of smáborgaralegt?
Því miður viðurkennist hér með að þessi límmiði var á rúðunni þegar hún var sett í bílinn. Þó efa ég ekki að Taunusinn hefði rústað þessarri keppni leikandi enda léttur í stýri með eindæmum. Sérstaklega ef bílstjórinn hefði verið tiltölulega lítið fullur.
Morsan pósar með auðþekkjanlegum afturenda Taunusins. Væntanlegur arftaki hans sést í bakgrunni. Vil vekja sérstaka athygli á stuðaranum, en hann fékk Farsan í fimmtugsafmælisgjöf frá æskuvinum mínum.
Þegar komið var á samgöngusafnið að Stóragerði í Skagafirði var ljóst að Taunusnum myndi ekki leiðast í þessum félagsskap.
Hann á örugglega eftir að leika sér dátt við þessa forlátu Daihatsu Charade bifreið.
Inni í skemmunni voru margar virðulegar bifreiðar eins og þessi reffilega Lada 1200. Fjölskyldubíllinn sem var skipt út fyrir Taunus á sínum tíma var einmitt af álíka módeli.
Síðan voru þarna önnur minna byltingarsinnuð og merkileg farartæki.
Mamma átti hjartnæma endurfundi með bæði traktor og mjólkurbíl æsku sinnar á Þelamörkinni.
Síðasta uppstillingin áður en kom að tregafullum viðskilnaði.
Reyndir voru fjallaeiginleikar arftaka Taunusins og lengri leiðin tekin heim yfir óbyggðirnar.
Séð niður í Eyjafjörð.
Einkar áhugavert vegstæði.
Æstir lesendur Krappetíkrappsins eru eindregnir hvattir til að gera sér ferð í Skagafjörðinn og heilsa upp á Taunusinn og vini hans. Grunar að hann taki öllum góðum gestum fagnandi.
Þessu ótengt er mælt með eftirfarandi pistli frá Dreng Óla.