5.6.07
Innkaupakrapp
Innkaup gærdagsins til heimilisins voru Electrolux þvottavél og Nintendo Wii leikjatölva. Þetta hlýtur að þýða að ég sé a.m.k. hálf-fullorðinn.
Í kvöld mun ég því skella í vél af handklæðum á meðan minn frómi sambýlismaður Gunni Jóh blandar handa okkur margarítur. Síðan munum við spila virtúal-tennis fram á rauða nótt.
Það er ekki hægt að fara fram á meira.
Af góðkunningjanum Stilla Vebba er það að frétta að hans síðustu innkaup voru flugmiði til München-borgar (Mjaðarvalla) að heimsækja ónefndan básúnuleikara. Aðalmarkmið ferðarinnar ku vera að setja Norðurlandsmet í neyslu svínakjöts og hreinleikalagabruggaðs öls. Ég gerði Stilla þann greiða að bóka hressingarvist fyrir hann í Hveragerði þegar heim kemur svo hann nái að jafna sig áður en vinna hefst á ný.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)