11.10.06

Weird Al-krapp



Mitt uppáhalds móment er þegar Weird Al kaupir búttlegg VHS útgáfu af Star Wars Holiday Special af þeldökkum gangster í ekki-svo-myrku húsasundi. Ég hef nú ekki gengið svo langt í nördaskapnum að borga fyrir þetta krapp en ég dánlódaði því samt þegar ég bjó í Svíþjóð í einhverju Star Wars stundarbrjálæði. Náði aldrei að horfa á það allt í einum rykk, alltof pínlegt til þess, og var þá endirinn einna verstur þegar Lilja prinsessa brast út í (frekar falskan) söng þar sem hún boðaði frið og kærleika á jörðu. Það var hræðilegt. Og þökk sé nútímatækni þá geta lesendur Krappetíkrappsins núna notið þess í rauntíma! Mæli með því að spóla svona 2:15 mínútur fram í vídjóið.



Annars þá hef ég ekki fundið mig svona sterkt í Weird Al texta síðan ég heyrði þetta lag. Það mun held ég ekkert toppa það.



Now, every time I see him, well, he looks so grim
I guess it really must suck to be a rock star like him
What a pain in the butt to have so much success
Spending all his time moping and avoiding the press
But my girl can't get enough of his sullen demeanor
Like he's some bit tortured genius and I'm some kinda wiener

Well, my baby's in love with Eddie Vedder
She's got a thing for that Eddie Vedder
Tell me, what can he do that I can't do better?