31.1.04

Berta-turnakrapp

Nú er komið að hinum fróma gítarsnillingi og eins barns föður Berta Stull Black Mofo (a.k.a. Robert Lusifer Speed, leiðgítarleikari OHGEATH) að láta ljós sitt skína í turnaspilinu margfræga. Spil þetta fór fram í þórunnarstrætispartíi fyrir jól sem haldið var til að bæta upp fyrir skort á þórunnarstrætispartíum um sjálf jólin vegna fjarveru minnar (efast um að sá skortur hafi reyndar látið mikið á sér bæra). Ég lauma alltént á nokkrum svæsnum myndum úr þessu geimi sem gætu litið dagsins ljós á Krappetíkrappinu innan tíðar.

Berti fór heldur óhefðbundnar leiðir í spilamennsku sinni, og naut við það dyggrar aðstoðar Runars Lundström bassaleikara OHGEATH. Látum myndirnar tala.













ps. Jói þú ert næstur, það er bara að panta tíma í stúdíóinu og þá mössum við pakkann.

25.1.04

H.O.M.M.A.-krapp

Í gær fór ég í heimsókn til Geira kippu. Þessi heimsókn gæti talist fyrsta H.O.M.M.A.-partí 21. aldarinnar af eftirtöldum ástæðum:

  • Þar var einnig staddur Jói Grænkommi, stjórnarmeðlimur.
  • Hringt var í Húgó boss stjórnarmeðlim í gegnum gervihnött
  • Skoðaðar voru myndir af Bjölla stjórnarmeðlimi í dyravarðar-ham og Rúnari Leifs stjórnarmeðlimi meðvitundarlausum í jólasveinabúningi.
  • Gestir fengu að upplifa Jóa Grænkomma íklæddan engu nema einum stökum tennissokk (og það ekki á löppunum). Reyndar bara af myndbandi.
  • Gestir fengu að upplifa Geira kippu æla úr sér lungum og nýrum í sumarbústað í Borgarfirði. Það einnig af myndbandi.
  • Gestir fengu að upplifa Geira kippu íklæddan fölbleikum G-streng og sólgleraugum einum fata. ATH! EKKI AF MYNDBANDI.
  • Gestir fengu að upplifa Jóa Grænkomma kasta upp hrefnukjöti og gæsalifur utan í Sparisjóð Norðlendinga. ATH! EKKI HELDUR AF MYNDBANDI.

    Þakka ég Geira kippu/frænda kærlega fyrir gott geim og Jóa Grænkomma fyrir velheppnaða heimsókn hans í höfuðstað norðurlands.
  •