17.1.04

Svíakrapp pt. 2

Æstir lesendur Krappetíkrappsins geta hætt að örvænta, þar sem Farbror Willy har äntligen återkommit från Svíaríki. Held að mér hafi tekist að vera næstum því mánuð að heiman þar sem ég eyddi nokkuð mörgum dögum í borg dauðans eftir ég kom til landsins. Þeir fór að langmestu leyti í vinnu þannig að ég náði því miður lítið að heimsækja það fólk sem saknaði mín hvað mest yfir jólin (ég veit að þið eruð þarna úti), en ég reyni að bæta upp fyrir það síðar. Eini sem fékk eitthvað að njóta návistar minnar var Bjölli bekkjarbróðir sem kannski fékk fullmikið af hinu góða þar sem ég våldgästaði* hann í vel rúma viku. Þess má geta að Bjölli hefur komið sér upp erfingja sem hefur það fram yfir sum börn á svipuðu reki að hann fer ekki að grenja þegar hann sér mig.

Þá er ég búinn að upplifa jól í Svíþjóð og þarf því varla að gera það aftur nema mig langi til. Sú staða gæti þess vegna komið upp aftur þar sem þetta var verí næs. Afi og amma Hönnu eru án efa skemmtilegustu sænsku ellilífeyrisþegarnir sem ég þekki, og þá er nú mikið sagt. Við fáum mynd:


Þarna er mormor að monta sig af nýju íslensku súkkulaðirúsínunum sem hún fékk í jólagjöf frá uppáhalds barnabarnsmakanum sínum.


Mormor hefur líka einstaklega gaman af því að fara í feluleik við barnabörnin.

Fyrir áramótin fórum við síðan lengst upp í hið sænska norðurland (12 tímar í lest hvora leið), þar sem frostið fór niður fyrir -20°. Hressandi. Þar heimsóttum við Markus, hinn hundgamla bekkjarfélaga minn úr Högskúlanum í Skövde, sem hér sést heilsa íslenskum aðdáendum sínum nær og fjær.



Gamlárskvöldspartíin þar eru með frekar öðru sniði en hér. Þau byrja kl. 7 um kvöldið og taka enda um 2. e. midnatt þegar gestir eru hættir að geta staðið í lappirnar vegna ofneyslu á sænsku hembrännt bruggi. Þá er farið í háttinn. Enda hef ég ekki verið eins hress á nýársdag síðan í 8. bekk.

Gott krapp og gott nýtt ár önskar Krappetíkrapp.

* våld|gästar -gästade -gästat -gästa(!) verb
tilltvinga sig mat och husrum (hos någon)