Mér hefur nýlega orðið það ljóst að
Uppáhalds Platan MínTM a.k.a.
Besta Plata Allra TímaTM á 10 ára útgáfuafmæli um þessar mundir. Æstir lesendur gera sér án efa grein fyrir því að þarna er ég að vísa í hið ódauðlega meistaraverk
Pinkerton með hljómsveitinni
Weezer, sem kom út þann 24. september 1996. Þá var ég reyndar nýbúinn að fá mér fyrstu plötuna með
Korn og var á leið inn í þriggja ára tímabil af nonstopp "fimm-reiðum/misnotuðum-ungum-mönnum-frá-Kaliforníu"-hljómsveitum, og ég held að ég hafi ekki heyrt Pinkerton í heild sinni fyrr en svona 4 árum síðar, en það reyndist þá líka vera upphafið á fallegri vináttu. Hápunkturinn á tónlistarferli mínum hingað til (fyrir utan glæstan feril með
OHGEATH) var síðan þegar ég rústaði
El Scorcho í pínulitlum karaóke-bás út í Japan í fyrra. Ég ætti kannski að fá Sinfóníuhljómsveitina til að flytja plötuna með mér í heild sinni í Höllinni, það yrði ekki það vitlausasta sem það lið hefur látið plata sig út í.

Ég mun í tilefni af þessum tímamótum tileinka þessari skífu næsta swissmokka sem ég fæ mér á Bláu könnunni. Það ætti að vera öllum ljóst að ég tileinka ekki swissmokka hverju sem er.