Myndbandakrapp
Ég kom við á minni lókal vídeóleigu áðan, þar sem ég taldi mig þurfa smá afþreyingu innanum allt pakkandið. Ég sá fljótt að ég hafði um tvennt að velja hvað varðaði afþreyingarefni til útleigu. Fyrst ber að nefna kvikmyndina "Teenage Caveman", sem mér sýndist vera einhvers konar samblanda af Leitin að eldinum og Amerikan Pæ. Hinn valkosturinn var vísindaskáldsögutryllirinn "How to make a monster", sem fjallar um þróun á ofbeldisleik sem "fer hræðilega úrskeiðis þegar sterk rafmagnsafhleðsla gerir það að verkum að harði diskurinn lifnar við og fær sína eigin meðvitund" (lauslega þýtt úr svíamáli). Valið var að sjálfsögðu erfitt, en á endanum varð seinni kosturinn fyrir valinu, enda er ég með vægt blæti fyrir hugsandi hörðum diskum. Ég mun rapportera um gæði myndarinnar þegar á líður.
15.6.02
14.6.02
Hultsfred/Slayer-krapp
Eins og alþjóð veit, þá er Hultsfred tónlistarhátíðin á fullu skriði á þessu augnabliki einhvursstaðar í Svíþjóð þar sem ég er ekki (ég var að velta því fyrir mér að fara með nokkrum svenskum bekkjarfélögum mínum, en síðan varð þessi hérna fyrir valinu í staðinn). Ein sjónvarpsstöðin hérna í Svíaríki sendir beint frá hátíðinni og hef ég verið að horfa með öðru auganu á misgóðar hljómsveitir í imbanum á meðan hitt augað pakkar, mestallt einhverjar tiltölulega krappí sænskar indírokkpoppkrappsveitir (þó þessi hafi reyndar verið mögnuð). Í kvöld var hin geðþekka spíd/trasj/geðveikismetalhljómsveit Slayer sem hélt uppi stuðinu. Ég auðvitað varð að dokjúmentera þennan viðburð, þrátt fyrir að blæti mitt fyrir dokjúmentasjón hafi óneitanlega dvínað nú þegar halez og RobbiK eru báðir horfnir heim á leið. Þetta er þokkalegur þungarokksfartur, með assgoti litlar lappir:
Verst að ég sá þetta gigg svona cirkabát 10 árum of seint, á þeim tíma hefði ég án efa verið þokkalega slefandi yfir þessu. Ágætis skemmtun öngvu að síður, þó hjartað í mér hafi þurft að hafa mikið fyrir að höndla þetta.
Eins og alþjóð veit, þá er Hultsfred tónlistarhátíðin á fullu skriði á þessu augnabliki einhvursstaðar í Svíþjóð þar sem ég er ekki (ég var að velta því fyrir mér að fara með nokkrum svenskum bekkjarfélögum mínum, en síðan varð þessi hérna fyrir valinu í staðinn). Ein sjónvarpsstöðin hérna í Svíaríki sendir beint frá hátíðinni og hef ég verið að horfa með öðru auganu á misgóðar hljómsveitir í imbanum á meðan hitt augað pakkar, mestallt einhverjar tiltölulega krappí sænskar indírokkpoppkrappsveitir (þó þessi hafi reyndar verið mögnuð). Í kvöld var hin geðþekka spíd/trasj/geðveikismetalhljómsveit Slayer sem hélt uppi stuðinu. Ég auðvitað varð að dokjúmentera þennan viðburð, þrátt fyrir að blæti mitt fyrir dokjúmentasjón hafi óneitanlega dvínað nú þegar halez og RobbiK eru báðir horfnir heim á leið. Þetta er þokkalegur þungarokksfartur, með assgoti litlar lappir:
Verst að ég sá þetta gigg svona cirkabát 10 árum of seint, á þeim tíma hefði ég án efa verið þokkalega slefandi yfir þessu. Ágætis skemmtun öngvu að síður, þó hjartað í mér hafi þurft að hafa mikið fyrir að höndla þetta.
Justin og Brittnei-krapp
Ferskar fréttir af Britttnei í boði aftonblaðsins.se. Maður ætti kannski að reyna að fá númerið hjá Justin.
Ferskar fréttir af Britttnei í boði aftonblaðsins.se. Maður ætti kannski að reyna að fá númerið hjá Justin.
Uppdateríngarkrapp
Hin geðþekku sistkini [sic] Dr. Kingo og María K. Steinsson hafa ekkert uppfært vefsetur sín síðastliðinn mánuð. Ég fer að hafa áhyggjur af þessu fólki, fyrri verk þeirra eru ljós í tilveru minni sem netsörfara, og það væri synd ef þau ljós myndu slokkna. Ó, en ljóðrænt. María K. yrði stolt af mér.
Hin geðþekku sistkini [sic] Dr. Kingo og María K. Steinsson hafa ekkert uppfært vefsetur sín síðastliðinn mánuð. Ég fer að hafa áhyggjur af þessu fólki, fyrri verk þeirra eru ljós í tilveru minni sem netsörfara, og það væri synd ef þau ljós myndu slokkna. Ó, en ljóðrænt. María K. yrði stolt af mér.
13.6.02
Bobby Hitler-ferskt krapp
Vil minna fólk á ferskan pistil Berta Stull um samskipti sín og útsendara vísindakirkjunnar á vefsetri Bobby Hitler. Merk skrif þar á ferð.
Vil minna fólk á ferskan pistil Berta Stull um samskipti sín og útsendara vísindakirkjunnar á vefsetri Bobby Hitler. Merk skrif þar á ferð.
12.6.02
Fótboltameiðslakrapp
Ég var í bolta með nokkrum Íslendingum áðan, og tókst að strauja einn leikmann hins liðsins með augntóftinni, með þeim afleiðingum að ég fékk allsæmilegan marblett á kinnbeinið. Nokkuð svalt krapp. Ætti að geta nýtt mér þessi meiðsl til að koma mér framar í röðinni á Spy Bar í Stockhólmi (staðhæfist sem "Astró í Reykjavík" fyrir ókunnuga).
Ég var í bolta með nokkrum Íslendingum áðan, og tókst að strauja einn leikmann hins liðsins með augntóftinni, með þeim afleiðingum að ég fékk allsæmilegan marblett á kinnbeinið. Nokkuð svalt krapp. Ætti að geta nýtt mér þessi meiðsl til að koma mér framar í röðinni á Spy Bar í Stockhólmi (staðhæfist sem "Astró í Reykjavík" fyrir ókunnuga).
Magisterkrapp
Var rétt í þessu að fá bréf:
"Du har blivit antagen till programmet Forskningsinriktad fördjupning i datavetenskap, 50p."
Mjahahá. Fyrir þá sem ekki skilja norðurlendsku, þá þýðir þetta að ég sé antekinn á prógrammið fyrir rannsóknarinnriktaða dýpkun í tölvuvísindum sem er fimmtíu sænskar einingar að umfangi. Gaman að því. Verst að ég nenni ómögulega í dagsleginu að læra hérna í eitt ár í viðbót þannig að ég verð víst að hafna þessu kalli.
Var einnig að fá tilboð frá Eimskipafélagi Íslands í flutninginn á krappinu mínu. Það er ekki beint ódýrt að flytja.
Var rétt í þessu að fá bréf:
"Du har blivit antagen till programmet Forskningsinriktad fördjupning i datavetenskap, 50p."
Mjahahá. Fyrir þá sem ekki skilja norðurlendsku, þá þýðir þetta að ég sé antekinn á prógrammið fyrir rannsóknarinnriktaða dýpkun í tölvuvísindum sem er fimmtíu sænskar einingar að umfangi. Gaman að því. Verst að ég nenni ómögulega í dagsleginu að læra hérna í eitt ár í viðbót þannig að ég verð víst að hafna þessu kalli.
Var einnig að fá tilboð frá Eimskipafélagi Íslands í flutninginn á krappinu mínu. Það er ekki beint ódýrt að flytja.
11.6.02
Mamma-á-ammæli-antíkrapp
Nú dregur sko aldeilis til tíðinda. Mér voru rétt í þessu að berast fregnir af því að hún síunga móðir mín ætti ammæli. Verst er að ammælið atarna átti sér stað í tíma og rúmi fyrir 2 dögum síðan. Hoppsan. Svona er að vera sífellt-pissfullur stúdent í útlöndum, minnið á það til að bregðast. Ég bakaði alltént sýndarköku handa henni í tilefni dagsins:
Efast reyndar að hún móðir mín lesi þetta krapp reglulega (og vona af öllu hjarta að svo sé ekki), en ef einhver rekst á hana á förnum vegi uppá klaka þá má sá einstaklingur skila því til hennar að ég hafi alltént sýnt smá viðleitni.
Nú dregur sko aldeilis til tíðinda. Mér voru rétt í þessu að berast fregnir af því að hún síunga móðir mín ætti ammæli. Verst er að ammælið atarna átti sér stað í tíma og rúmi fyrir 2 dögum síðan. Hoppsan. Svona er að vera sífellt-pissfullur stúdent í útlöndum, minnið á það til að bregðast. Ég bakaði alltént sýndarköku handa henni í tilefni dagsins:
Efast reyndar að hún móðir mín lesi þetta krapp reglulega (og vona af öllu hjarta að svo sé ekki), en ef einhver rekst á hana á förnum vegi uppá klaka þá má sá einstaklingur skila því til hennar að ég hafi alltént sýnt smá viðleitni.
Aftenging
Jæja, þá er komið að því að pakka tölvunni og taka netkapalinn úr sambandi...sem þýðir engin meiri feit nettenging sem ég hef notið hér síðustu þrjú ár. Næst er bara að borga aldeilis of mikið í einhverjar "feitar" nettingingar á Íslandi, sem eru samt sem áður krapp miðað við þessa sem ég er um það bil að fara að plögga úr sambandi. Krapp.
Jæja, þá er komið að því að pakka tölvunni og taka netkapalinn úr sambandi...sem þýðir engin meiri feit nettenging sem ég hef notið hér síðustu þrjú ár. Næst er bara að borga aldeilis of mikið í einhverjar "feitar" nettingingar á Íslandi, sem eru samt sem áður krapp miðað við þessa sem ég er um það bil að fara að plögga úr sambandi. Krapp.
Mjámjámjá-krapp
Timburmannasunnudagsútgáfan lét aldrei sjá sig, en ég redda því með því að hafa timburmannaþriðjudagsútgáfu í staðinn (má maður vera í sumarfríi...). Krappið síðastliðið laugardsgskvöld er svosem ekki í frásögur færandi nema hvað að halez tókst að hnupla einni rauðvínsflösku á einu öldurhúsi Skaufabæjar. Reyndist það vera hápunktur kvöldsins. Í krappi er þetta annars helst að halez hefur númera yfirgefið mig og skilið mig eftir í klóm Dr. F og heitkonu hans. Gvuð einn veit hvernig þetta á eftir að enda. Ég yfirgef reyndar Skaufabæ einhvurntíman í lok næstu viku, þannig að það er sennilega hollráð að fara að huga að undirbúningi þess. En þangað til ætla ég að spila ofbeldisleiki þangað til ég æli. rAwK.
Timburmannasunnudagsútgáfan lét aldrei sjá sig, en ég redda því með því að hafa timburmannaþriðjudagsútgáfu í staðinn (má maður vera í sumarfríi...). Krappið síðastliðið laugardsgskvöld er svosem ekki í frásögur færandi nema hvað að halez tókst að hnupla einni rauðvínsflösku á einu öldurhúsi Skaufabæjar. Reyndist það vera hápunktur kvöldsins. Í krappi er þetta annars helst að halez hefur númera yfirgefið mig og skilið mig eftir í klóm Dr. F og heitkonu hans. Gvuð einn veit hvernig þetta á eftir að enda. Ég yfirgef reyndar Skaufabæ einhvurntíman í lok næstu viku, þannig að það er sennilega hollráð að fara að huga að undirbúningi þess. En þangað til ætla ég að spila ofbeldisleiki þangað til ég æli. rAwK.
10.6.02
Bananakassakrapp
Það er nú orðið heldur langt síðan að ég hef krappað, ástæður þess er aðallega eftirtíðarspenna eftir lokaverkefnið og að familían mín er hér og 87.5% af orku minni fer í að entertaina þeim.
Núna er samt komið að því að ég ætla að byrja að pakka krappinu mínu, það kemur bíll á miðvikudaginn að sækja það og það skipast burt á föstudaginn. En til að flytja þá þarf maður kassa, og í Svíþjóð er greinilega allt flutt í bananakössum því það virðist næstum ómögulegt að fá aðra tegundir af kössum heldur en bananakassa. Ekki þykir mér gæfulegt að nota bananakassa undir millilandaflutning, þar sem þeir eru bæði holóttir og þunnir.
Þykir mér þetta hið mesta krapp.
Það er nú orðið heldur langt síðan að ég hef krappað, ástæður þess er aðallega eftirtíðarspenna eftir lokaverkefnið og að familían mín er hér og 87.5% af orku minni fer í að entertaina þeim.
Núna er samt komið að því að ég ætla að byrja að pakka krappinu mínu, það kemur bíll á miðvikudaginn að sækja það og það skipast burt á föstudaginn. En til að flytja þá þarf maður kassa, og í Svíþjóð er greinilega allt flutt í bananakössum því það virðist næstum ómögulegt að fá aðra tegundir af kössum heldur en bananakassa. Ekki þykir mér gæfulegt að nota bananakassa undir millilandaflutning, þar sem þeir eru bæði holóttir og þunnir.
Þykir mér þetta hið mesta krapp.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)