27.9.07

Man Eats Cake!-krapp

Ótrúlegasta fólk hefur fengið sínar 15 mínútur af frægð á internetinu. Stafrófsstrákurinn til dæmis. Einnig þessi eituhressi þýski Unreal Tournament leikmaður. Töffarinn í Tron búningnum. Höfundur og flytjandi Chocolate rain. Mark Nosebytúlka Kurt Rosenwinkel. Svo mætti lengi telja.

Til að gera langa sögu stutta þá hef ég ákveðið að skipa mér í hóp með þessu ágæta fólki. Svo það sé mögulegt þá þarf ég að sjálfsögðu að hafa eitthvað einstakt fram að færa, og ég tel mig hafa það í formi myndbandsins "Man Eats Cake!", sem ber undirtitilinn "Handsome man eats delicious cake". Þetta myndband hefur þegar hlotið 81 áhorf á YouTube og á því aðeins 7.999.919 áhorf eftir til að ná 8 milljón áhorfa markinu, sem verður að teljast mjög hóflegt viðmið (Chocolate rain er t.d. rétt búið að slefa yfir 9 millur).

Man Eats Cake!






Þeir sem þegar hafa fengið að líta þetta augum hafa reyndar ýmsa gagnrýni fram að færa. Finnst það langdregið og vanta pönsjlæn. Þeir hinir sömu hafa greinilega bara ekki þolinmæði til að horfa á það óslitið í heild sinni og njóta hvers einasta bita til hins ítrasta. Það er sko lífsreynsla sem svíkur engan.

Vonandi kunna æstir lesendur Krappetíkrappsins að meta þetta sjónlistaverk.

24.9.07

Sænsk-tyrkneskt båtpizzu-krapp

Fremsti matréttur sem nokkurn tíman hefur litið dagsins ljós í heimi gjörvöllum er sennilega hin sænsk-tyrkneska "båtpizza" eða "bátpítsa". Hún sameinar hina tvo heilögu skyndibita kebab og pítsu í fullkomnum hlutföllum, og hefur það fram yfir aðrar kebabpítsur að með smá ímyndunarafli er hægt að sjá að hún sé í laginu eins og bátur. Það bætir smá avgörandi noveltí-kryddi í súpuna.

Þessi pítsa fæst einungis á hinum rómaða veitingastað "Kryddunni" sem staðsettur er steinsnar frá stúdentagörðum Háskólans í Skaufabæ.



Pítsan er borin fram með ljúffengri kebabsósu, og greinilegt er að reyndur båtpizzu-aðdáandi hefur pantað eintakið á þessari mynd þar sem sést að sósan er höfð til hliðar í sérstakri skál (taka verður fram við pöntun að aðdáandinn vilji hafa "såsen bredvid"). Aðeins rétt áður en pítsan er snædd skal dreifa sósunni yfir pítsuna til að tryggja að kebabið og sósan séu enn í sjóðheitum efnahvörfum þegar munnbitanum er smeygt inn fyrir varirnar.