Nú er loks hægt að avslöja því hér á
Krappetíkrappinu að í vinnslu er enn einn leikurinn í hinni sívinsælu
ULTIMATE leikjaröð, sem getið hefur af sér klassíkera svo sem
ULTIMATE 10.000 og
ULTIMATE GRAND MASTERMIND. Í þetta skiptið hefur
ULTIMATE liðið ákveðið að takast á við að stafrænisera hið sívinsæla þýska þroskaspil
"DAS VERRÜCKTE LABYRINTH" , sem ætti að vera hverjum sjálfsvirðandi spilaáhugamanni vel kunnugt.
Ekki nóg með það heldur hefur æðstaráð
Krappetíkrappsins fengið leyfi til að birta
EXXKLÚSíV skrínsjott úr þessum nýja byltingarkennda tölvuleik sem væntanlega munu æsa upp æsta lesendur
Krappetíkrappsins um allan helming og vekja upp sterka þrá og löngun í að spila þetta meistarastykki ekki seinna en núna.
Leikurinn er væntanlegur um jólin 2007.