15.6.07

Prósakrapp

Það er hreint út sagt yndislegt þegar einhver góðhjartaður maður úti í heimi sem ég hef aldregi hitt á ævinni ákveður að senda mér svona ljóðrænan, hnitmiðaðan og fyrst og fremst upplífgandi prósa í tölvupósti.



Þakka þér fyrir kæri Rón ef þú skyldir vera einn af æstum lesendum Krappetíkrappsins (annað eins hefur nú gerst). Þér hafið gjört minn dag.

Í ótengdum fréttum þá bankaði hefðarfrúin sem býr á neðri hæðinni upp á hjá mér í gær og færði mér væna krukku af dýrindis rabbarbarasultu til að hafa með steiktu kjetbollunum. Æ sér gjöf til gjalda segir máltækið og þarf ég því að gjöra svo vel að vippa fram prjónunum og massa eins og eitt par af grifflum eða litríkt ennisband handa henni.

10.6.07

Mömmukrapp

Ástkær móðir Stilla Vebba, Felga Hrímanns, hefur í dag fagnað sextugsafmæli sínu.



Frá vinstri: Stimmi Frebba, Vebbi Still, Felga Hrímanns og loks góðkunninginn Stilli Vebba.

Yndislegri fjölskylda hlýtur eðli málsins samkvæmt að vera allsvakalega vandfundin.