9.8.03

Steggjakrapp

Ég er með í bígerð að reyna að komast í skanna svo ég geti birt hérna einu myndina sem var tekin í steggjapartíi Berta Stull sem haldið var honum að óvörum ekki alls fyrir löngu. Fyrir forvitna get ég uppljóstrað að á þessari mynd kemur bæði fram þýskt klám og kjánalegt höfuðfat. Ekki amalegt það.

Lesendur Krappetíkrappsins (sem án efa skipta hundruðum um þessar mundir) geta því beðið spenntir.
Krappetíkrapp

Ég held að aldrei hafi slagorð síðunnar um að aldrei hafi jafn fáir krappað jafn mikið átt eins vel við og nú. Ég er reyndar að hugsa um að skipta út "aldrei" fyrir "sjaldan", enda getur verið stórhættulegt að alhæfa svona á opinberum vettvangi.