Heima-krapp
Þá hefur Norðurlandsdeild Krappetíkrappsins snúið aftur úr svaðilför mikilli til Austurlanda fjær, hundtryggum lesendum án efa til mikillar gleði. Ég held að það verði lítið um ferðasögur hér á Krappetíkrappinu (þó er til nóg af þeim), ég held að ég kjósi frekar að segja þær í eigin persónu þegar ég hitti títtnefnda hundtrygga lesendur á förnum vegi (og þá tryggi ég að ég fæ örugglega ekki þetta "er-ég-ekki-búin(n)-að-lesa-þetta" lúkk þegar ég byrja á einhverri hnyttinni sögu). Verið bara ófeimin við að spyrja mig út í ferðina, ég hef mjög gaman af því að tala um hana. Kannski ég skelli inn einhverjum myndum þegar fram líða stundir. Fylgist með.
Það verður engin frekari útgáfa á afrekum á sviði karaoke-söngs vegna skorts á góðum hljóðritunum. Það er reyndar til á stafrænu bandi hjartnæm útgáfa undirritaðs á smellinum "Nookie" með Limp Bizkit, en hún sýnir það því miður að ég var (öllum að óvörum) ekki fæddur til að rappa (Rage against the machine lagið sem ég tók sannaði það enn frekar). Á hinn bóginn virðist ég koma einkar sterkur inn í ballöðunum. Ég og Agneta hin sænska tókum hrottalega tilfinningaríkan dúet og sungum einhverja vellu sem var upphaflega flutt af Celine Dion og Barbru Streisand (ég fékk að vera Barbra). Ég hafði reyndar aldrei heyrt það lag áður en tókst samt að skila því af mikilli prýði. Ég er kannski hinn nýji Davíð Smári? Át with the óld, inn with ðe njú.
7.9.05
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)