Plata vikunnar-krapp
Plata vikunnar að þessu sinni er þessi:
Síðustu tvær plötur með Incubus hafa nú ekki verið alltof hressar þó þær hafi átt sína spretti. Þessi er aftur á móti óendanleg snilld. Hver sjálfs-virðandi rokkari þarf að bæta henni í safnið E.F.O.A.E.
Krappetíkrappið fagnar líka þeim orðrómi að þeir séu mögulega á leið til landsins með tónleikahald í huga, ekki nema bara vegna tækifærisins að sjá söngspíruna fara úr að ofan (varð vitni að því á Reading 2002, það var hrottalegt).
21.2.04
Malt-krapp
Held að það sé komið glas á nýtt krapp eller hur. Nú er það hinn frómi drykkur maltextrakt sem er til umræðu. Ég hef alltaf dregið fullyrðingar á umbúðum þess drykkjar í efa, þ.e. að hann gefi neytanda sínum hraustlegt og gott útlit (má vel vera að hann bæti meltinguna, hef ekki neinar rannsóknir undir höndum sem sýna fram á annað). Þangað til nú um jólin að ég fékk að prófa þennan fróma drykk á útlendingi sem var allskostar laus við þann bæas sem Íslendingar vissulega hafa gagnvart maltinu eftir aldalanga ósvífna áróðursherferð Ölgerðarinnar. Þessi útlendingur var enginn annar en mormor hennar Hönnu. Og ég held að nú þurfi enginn lengur að efast um jákvæð áhrif maltsins.
Held að það sé komið glas á nýtt krapp eller hur. Nú er það hinn frómi drykkur maltextrakt sem er til umræðu. Ég hef alltaf dregið fullyrðingar á umbúðum þess drykkjar í efa, þ.e. að hann gefi neytanda sínum hraustlegt og gott útlit (má vel vera að hann bæti meltinguna, hef ekki neinar rannsóknir undir höndum sem sýna fram á annað). Þangað til nú um jólin að ég fékk að prófa þennan fróma drykk á útlendingi sem var allskostar laus við þann bæas sem Íslendingar vissulega hafa gagnvart maltinu eftir aldalanga ósvífna áróðursherferð Ölgerðarinnar. Þessi útlendingur var enginn annar en mormor hennar Hönnu. Og ég held að nú þurfi enginn lengur að efast um jákvæð áhrif maltsins.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)