Á morgun mun sótsvartur íslenskur almúginn spæna í sig brimsalt dilkakjöt og baunasúpu. Þá munum við með réttu tengslin einnig útvíkka bolludaginn og taka sænsku útgáfuna, sem innebär gegndarlausa neyslu af svokölluðum semlum. Semla er hveitibolla fyllt með marsípanmassa og rjóma með stráðum flórsykri á toppinum, og gæti litið u.þ.b. svona út:
Hægt er að borða þær með kaffi eða kaldri mjólk, en ef ætlunin er að vera almennilega svænskur óldskúl þá er semlunni skellt í djúpan disk, hellt yfir flóaðri mjólk og svo borðað með skeið. Ég var rétt í þessu að heimsækja minn hundtrygga semlu-díler útí þorpi og sneri aftur með sex dýrindis semlor í boxi. Stefni að því að taka þær með í vinnuna á morgun og púlla svokallaðan Adolf Friðrik. Eins og segir á Wikipedia:
"King Adolf Frederick of Sweden died of digestion problems on February 12, 1771 after consuming a meal consisting of lobster, caviar, sauerkraut, smoked herring and champagne, which was topped off by 14 servings of semla, with bowls of hot milk. Semla was the king's favorite dessert."
Hin margumtalaða kreppa hafði að sjálfsögðu snert semlu-iðnaðinn eins og annað og því gat ég bara fengið sex stykki hjá dílernum sama hvað tautaði og raulaði. Þannig að þó ég setji sýslumet í saltkjets- og baunaáti í hádeginu á morgun, þá mun ég sennilega ekki ná sama glæsta árangri og Adolf. Það er kannski bara eins gott.
Það sem er síðan extra gott við sænska bolludaginn er að hann er endurtekinn á hverjum þriðjudegi fram að páskum. Það er eitthvað sem íslenska útgáfan mætti taka sér til fyrirmyndar. Enda þekkir það hvert mannsbarn að það er lífsins ómögulegt að borða nægju sína af rjómabollum, síðasti bitinn af hverri bollu kallar bara strax á næstu.
23.2.09
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)