Getraun vikunnar-krapp
Getraun vikunnar á Krappetíkrappinu er eftirfarandi: Úr hvaða íslensku dægurlagaperlu er þessi hending?
Eftir 23 milljónir ára
verður sólin búin að brenna öllu sínu vetni
þá byrjar hún að stækka
sem rauður hnöttur
og brenna helíum
stækkar og gleypir jörðina
brennir og svíður jörðina
Spurningin er: Af hverju erum við að gera afkomendum okkar þetta að?
Þetta er nú skrifað eftir minni þannig að þetta er örugglega ekki eitt hundrað prósent rétt. Ég heimta rétt svör.
1.12.04
6.10.04
Krappkrapp?
Ég bið þá lesendur Krappetíkrappsins sem efast höfðu um framtíð þess vinsamlegast að róa sig, því Krappetíkrappið er alls ekki dautt úr öllum æðum. Uppi eru metnaðarfull áform um að breyta þessu vefsetri í afþreyingarmiðpunkt veraldarvefsins með ítarlegri 5 ára áætlun.
Ég reyndar lýg því, þetta verður örugglega síðasta færslan hérna fyrir jól. Og þó segi ég það ekki.
Ég bið þá lesendur Krappetíkrappsins sem efast höfðu um framtíð þess vinsamlegast að róa sig, því Krappetíkrappið er alls ekki dautt úr öllum æðum. Uppi eru metnaðarfull áform um að breyta þessu vefsetri í afþreyingarmiðpunkt veraldarvefsins með ítarlegri 5 ára áætlun.
Ég reyndar lýg því, þetta verður örugglega síðasta færslan hérna fyrir jól. Og þó segi ég það ekki.
21.7.04
Ultimate v. 2.2.0.1
Komst að því mér til mikillar skelfingar í gær að það var krítískur böggur í nýjustu ULTIMATE 10.000 útgáfunni, sem leiðir til tómra leiðinda ef einn leikmaður notar músina og annar leikmaður notar lyklaborðið. Var ég því tilneyddur til að setja plástur á bágtið, og er sá plástur nú tilbúinn til niðurhals á opinberu heimasíðunni.
Mæli ég með að þeir þúsundir æstra Krappetíkrappslesenda sem hafa þegar halað niður útgáfu 2.2.0.0 taki sig til og hali einnig niður hinni gríðarfersku útgáfu 2.2.0.1.
Komst að því mér til mikillar skelfingar í gær að það var krítískur böggur í nýjustu ULTIMATE 10.000 útgáfunni, sem leiðir til tómra leiðinda ef einn leikmaður notar músina og annar leikmaður notar lyklaborðið. Var ég því tilneyddur til að setja plástur á bágtið, og er sá plástur nú tilbúinn til niðurhals á opinberu heimasíðunni.
Mæli ég með að þeir þúsundir æstra Krappetíkrappslesenda sem hafa þegar halað niður útgáfu 2.2.0.0 taki sig til og hali einnig niður hinni gríðarfersku útgáfu 2.2.0.1.
16.7.04
LOKSINS LOKSINS
Núna er loksins komið að því sem æstir lesendur Krappetíkrappsins hafa beðið eftir í ofvæni, ný útgáfa af hinu sívinsæla teningaspili ULTIMATE 10.000.
Það sem er nýtt í útgáfu 2.2 er eftirfarandi:
Núna er loksins komið að því sem æstir lesendur Krappetíkrappsins hafa beðið eftir í ofvæni, ný útgáfa af hinu sívinsæla teningaspili ULTIMATE 10.000.
Það sem er nýtt í útgáfu 2.2 er eftirfarandi:
- Glænýir raddskapgerðarmódúlar þar sem Hrafnkell Brynjarsson bregður sér í hlutverk Færeysks þjóðernissinna og Málhalts Þjóðverja. Heyrn er sögu ríkari.
- Gríðarlega raunverulegir teningakasts-hljóðeffektar fyrir þá sem af einhverjum ástæðum vilja ekki nýta sér raddskapgerðarmódúlana.
- Hægt er að kalla fram tölfræði leikmanns á hverjum tímapunkti með að hægri-smella á nafn hans, þar sem meðal annars kemur fram KpG hlufall leikmanns (KlikkPerGer, gott að hafa sem lægst KpG hlutfall).
- Í lok leiks koma tölfræðiupplýsingar allra leikmanna fram ásamt niðurstöðum leiksins.
- Stillingar í leiknum (t.d. hágmarksskor) haldast ef leikurinn er endurræstur.
Þannig að hendist yfir á opinberu ULTIMATE 10.000 heimasíðuna og njótið þessarar frábæru uppfærslu.
Í tilefni af uppfærslunni er einnig hægt að hala niður ULTIMATE 10.000 laginu sem Robert Lusifer Speed galdraði fram úr erminni, en hann er betur þekktur sem hinn hressi leiðgítarleikari gleðidauðarokkshljómsveitarinnar OHGEATH. Þetta lag hefur reynst hljóma best í Windóws Media Player (eða einhverjum Linuxxx spilara), Winamp er ekki alveg að meika það. Þarna er frábær rokkari á ferðinni.
27.6.04
Meira ULTIMATE öppdeitskrapp
Til að gera spennuna óbærilega fyrir lesendur Krappetíkrappsins þá get ég avslöjað að í vikunni er von er á nýrri útgáfu af "besta teningaspili sögunnar", þ.e. ULTIMATE 10.000.
Í þessari útgáfu hefur verið bætt við gríðarlega öflugum módúl sem sér um að reikna ýmsar tölfræðiupplýsingar um köst einstakra leikmanna, t.d. meðalskor í hverju geri og meðalfjöldi teningakasta í hverju geri. Einnig hefur verið bætt við nýjum raddskapgerðarmódúlum, þar sem notandinn getur nú einnig valið um að spila sem "Málhaltur þjóðverji" eða "Færeyskur þjóðernissinni". Það var lingvistinn Hrafnkell Brynjarsson sem sá um að ljá þessum persónum röddu sína áður en hann hélt á ný út í óvissuna til meginlands Evrópu.
Samhliða nýrri útgáfu mun verða opnað fyrir niðurhal á "ULTIMATE 10.000 laginu" sem er rokkslagari af bestu gerð úr smiðju gítarhetjunnar Robert Lusifer Speed, betur þekktur sem leiðgítarleikari gleðidauðarokkssveitarinnar OHGEATH.
Það er því nokkuð ljóst að aldrei í sögu mannkyns hefur nýrrar útgáfu tölvuleiks verið beðið með eins mikilli eftirvæntingu. "Doom 3 ít jor hart át".
Framkvæmið því reglulega endurhlaðningu á krapp.blogspot.com eða ultimate.halez.net þar til sannleikurinn opinberast...
Til að gera spennuna óbærilega fyrir lesendur Krappetíkrappsins þá get ég avslöjað að í vikunni er von er á nýrri útgáfu af "besta teningaspili sögunnar", þ.e. ULTIMATE 10.000.
Í þessari útgáfu hefur verið bætt við gríðarlega öflugum módúl sem sér um að reikna ýmsar tölfræðiupplýsingar um köst einstakra leikmanna, t.d. meðalskor í hverju geri og meðalfjöldi teningakasta í hverju geri. Einnig hefur verið bætt við nýjum raddskapgerðarmódúlum, þar sem notandinn getur nú einnig valið um að spila sem "Málhaltur þjóðverji" eða "Færeyskur þjóðernissinni". Það var lingvistinn Hrafnkell Brynjarsson sem sá um að ljá þessum persónum röddu sína áður en hann hélt á ný út í óvissuna til meginlands Evrópu.
Samhliða nýrri útgáfu mun verða opnað fyrir niðurhal á "ULTIMATE 10.000 laginu" sem er rokkslagari af bestu gerð úr smiðju gítarhetjunnar Robert Lusifer Speed, betur þekktur sem leiðgítarleikari gleðidauðarokkssveitarinnar OHGEATH.
Það er því nokkuð ljóst að aldrei í sögu mannkyns hefur nýrrar útgáfu tölvuleiks verið beðið með eins mikilli eftirvæntingu. "Doom 3 ít jor hart át".
Framkvæmið því reglulega endurhlaðningu á krapp.blogspot.com eða ultimate.halez.net þar til sannleikurinn opinberast...
Dark Tower-krapp
Komið glas á nýtt krapp, án efa æstum áhangendum Krappetíkrappsins til mikillar gleði. Krappið að þessu sinni er bókmenntalegs eðlis, þar sem ég var nýlega að ljúka við bók nr. 6 í Dark Tower seríu Stephen King. Lesendur Krappetíkrappsins eru hvattir til að kynna sér þessa mögnuðu seríu, hún er á góðri leið með að klífa upp að hlið Lord of tha ringz sem uppáhalds bókasería Krappetíkrappsins. Eina sem má finna þessari síðustu bók til foráttu er að hún er alltof stutt, en sem betur fer er ekki nema nokkurra mánaða bið eftir þeirri næstu, sem verður sú síðasta...
Komið glas á nýtt krapp, án efa æstum áhangendum Krappetíkrappsins til mikillar gleði. Krappið að þessu sinni er bókmenntalegs eðlis, þar sem ég var nýlega að ljúka við bók nr. 6 í Dark Tower seríu Stephen King. Lesendur Krappetíkrappsins eru hvattir til að kynna sér þessa mögnuðu seríu, hún er á góðri leið með að klífa upp að hlið Lord of tha ringz sem uppáhalds bókasería Krappetíkrappsins. Eina sem má finna þessari síðustu bók til foráttu er að hún er alltof stutt, en sem betur fer er ekki nema nokkurra mánaða bið eftir þeirri næstu, sem verður sú síðasta...
4.6.04
Algjört f***íng myrkur-krapp
Engum að óvörum þá spilar hljómsveitin Totalt jävla mörker þokkalegan harðkjarna dauðans. Sýnist þeir vera nokkuð hressir í textagerðinni.
Rasist i uniform
Att skjuta invandrare i ryggen
Döms inte i Sverige som ett brott
Mannen som avlossade skottet
Är nu tillbaka på sitt jobb
Rasister på gatan i polisuniform
Poliskåren slåss för sitt tredje rike
Föraktar utsatta och slår ut de svaga
politikerna håller fascisterna om ryggen
Det är inte någon som vågar klaga
Rasister på gatan i polisuniform
ditt människovärde beräknas utifrån din hud
Ju mörkare du är desto mindre är du värd
Sett från ögonen på en våldsbenägen snut
Engum að óvörum þá spilar hljómsveitin Totalt jävla mörker þokkalegan harðkjarna dauðans. Sýnist þeir vera nokkuð hressir í textagerðinni.
Rasist i uniform
Att skjuta invandrare i ryggen
Döms inte i Sverige som ett brott
Mannen som avlossade skottet
Är nu tillbaka på sitt jobb
Rasister på gatan i polisuniform
Poliskåren slåss för sitt tredje rike
Föraktar utsatta och slår ut de svaga
politikerna håller fascisterna om ryggen
Det är inte någon som vågar klaga
Rasister på gatan i polisuniform
ditt människovärde beräknas utifrån din hud
Ju mörkare du är desto mindre är du värd
Sett från ögonen på en våldsbenägen snut
Krappkrapp
Sjaldan hefur jafn mikið krapp einkennt umheiminn eins og akkúrat núna. Ekkert nema gott um það að segja.
Brá mér til Rvíkur í rúma viku, og að venju var gist hjá Bjölla bónda. Mér reiknast sem svo að ég hafi þar með eytt ca. 9% af þessu ári inn á því ágæta fólki. Ég er reyndar það yndislegur að það er ekki nema von að þau vilji hafa mig. Á von á ættleiðingu á hverri stundu
Fyrir utan að dvelja hjá Bjölla þá var poíntið með ferðinni að sjá uppáhaldshljómsveitina mína þegar ég var 11 ára og uppáhaldshljómsveitina mína þegar ég var 18 ára í einu og sömu ferðinni. Bæði giggin runnu einkar ljúflega niður. Þá er ekkert eftir nema Maiden til að ég geti hvatt heiminn nokkuð sáttur tónleikalega séð.
ps. Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvernig tónlist þessir gaurar spila, en þetta er mjög kúl nafn á hljómsveit öngvu að síður.
Sjaldan hefur jafn mikið krapp einkennt umheiminn eins og akkúrat núna. Ekkert nema gott um það að segja.
Brá mér til Rvíkur í rúma viku, og að venju var gist hjá Bjölla bónda. Mér reiknast sem svo að ég hafi þar með eytt ca. 9% af þessu ári inn á því ágæta fólki. Ég er reyndar það yndislegur að það er ekki nema von að þau vilji hafa mig. Á von á ættleiðingu á hverri stundu
Fyrir utan að dvelja hjá Bjölla þá var poíntið með ferðinni að sjá uppáhaldshljómsveitina mína þegar ég var 11 ára og uppáhaldshljómsveitina mína þegar ég var 18 ára í einu og sömu ferðinni. Bæði giggin runnu einkar ljúflega niður. Þá er ekkert eftir nema Maiden til að ég geti hvatt heiminn nokkuð sáttur tónleikalega séð.
ps. Ég hef reyndar ekki hugmynd um hvernig tónlist þessir gaurar spila, en þetta er mjög kúl nafn á hljómsveit öngvu að síður.
15.5.04
12.5.04
Bílmekanikskrapp
Í gær reyndi ég fyrir mér sem bílmekaniker þegar ég aðstoðaði Mella við að festa hliðarspegil á sinn heiðbláa rússajeppa. Við það tækifæri smelltist af þessi últra-listræna ljósmynd:
Hvort þetta hefur nægt til að koma trukknum í gegnum skoðun verður að fá að koma í ljós. Hef reyndar enga trú á öðru.
Í gær reyndi ég fyrir mér sem bílmekaniker þegar ég aðstoðaði Mella við að festa hliðarspegil á sinn heiðbláa rússajeppa. Við það tækifæri smelltist af þessi últra-listræna ljósmynd:
Hvort þetta hefur nægt til að koma trukknum í gegnum skoðun verður að fá að koma í ljós. Hef reyndar enga trú á öðru.
20.4.04
ULTIMATE öppdeitskrapp
Án efa þá hafa æstir lesendur Krappetíkrappsins beðið sveittir og sóðalegir eftir nýrri útgáfu af hinu ofurvinsæla teningaspili ULTIMATE TÍU ÞÚSUND, alveg síðan leikurinn kom á markað fyrir jólin. Hinir sömu æstu lesendur geta nú tekið gleði sína því útgáfa 2.0.0.0 er komin út! Í nýju útgáfunni er meðal annars hægt að láta tölvuna tjá sig munnlega um framgang leiksins, og er það undirritaður sem bregður sér í hlutverk "Íslensks hrotta" eða "Óþolandi Svía", allt eftir óskum notandans.
Í tilefni af hinnu nýju útgáfu verður einnig glænýju vefsetri teningaspilsins hleypt af stokkunum, sem má finna á slóðinni ultimate.halez.net. Þar er að finna allar niðurhalsupplýsingar og fleira gómsætt. Eins ótrúlegt og það hljómar þá gerði ég þessa vefsetur einn og án nokkurrar hjálpar. Pælið í því.
Fyrir þá sem vilja breiða út boðskapinn þá er hinum sömu velkomið að bæta þessum íðilfagra banner við vefsetur sín. Grafískir sérfræðingar hafa legið undir feldi dögum saman til að tryggja að litasamsetningin passi í hvaða umhverfi sem er.
Án efa þá hafa æstir lesendur Krappetíkrappsins beðið sveittir og sóðalegir eftir nýrri útgáfu af hinu ofurvinsæla teningaspili ULTIMATE TÍU ÞÚSUND, alveg síðan leikurinn kom á markað fyrir jólin. Hinir sömu æstu lesendur geta nú tekið gleði sína því útgáfa 2.0.0.0 er komin út! Í nýju útgáfunni er meðal annars hægt að láta tölvuna tjá sig munnlega um framgang leiksins, og er það undirritaður sem bregður sér í hlutverk "Íslensks hrotta" eða "Óþolandi Svía", allt eftir óskum notandans.
Í tilefni af hinnu nýju útgáfu verður einnig glænýju vefsetri teningaspilsins hleypt af stokkunum, sem má finna á slóðinni ultimate.halez.net. Þar er að finna allar niðurhalsupplýsingar og fleira gómsætt. Eins ótrúlegt og það hljómar þá gerði ég þessa vefsetur einn og án nokkurrar hjálpar. Pælið í því.
Fyrir þá sem vilja breiða út boðskapinn þá er hinum sömu velkomið að bæta þessum íðilfagra banner við vefsetur sín. Grafískir sérfræðingar hafa legið undir feldi dögum saman til að tryggja að litasamsetningin passi í hvaða umhverfi sem er.
Kæfukrapp
Eitt sinn í fyrndinni myndaðist hefð fyrir því hér á Krappetíkrappinu að við félagarnir sem dvöldum í Svíaríki létum reglulega ljós okkar skína með hnyttnum myndasyrpum úr hversdagslífinu (má þá nefna Kryddukrapp og þegar halez fór í búðina).
Því miður þá dróst heldur úr þessu þegar við fluttum heim og losnuðum (blessunarlega?) við feitu nettenginuna okkar. Ég get hins vegar glatt æsta lesendur með því að ég fann nokkrar myndir sem teknar voru í kveðjuhófi mínu úr Skaufabæ sem eru alveg tilvaldar til að deila með umheiminum.
Æ giv jú: 9 tilbrigði við kæfu. Verðlaun veitt fyrir að giska á hverjir eru sænskir (þeir eru 2).
Eitt sinn í fyrndinni myndaðist hefð fyrir því hér á Krappetíkrappinu að við félagarnir sem dvöldum í Svíaríki létum reglulega ljós okkar skína með hnyttnum myndasyrpum úr hversdagslífinu (má þá nefna Kryddukrapp og þegar halez fór í búðina).
Því miður þá dróst heldur úr þessu þegar við fluttum heim og losnuðum (blessunarlega?) við feitu nettenginuna okkar. Ég get hins vegar glatt æsta lesendur með því að ég fann nokkrar myndir sem teknar voru í kveðjuhófi mínu úr Skaufabæ sem eru alveg tilvaldar til að deila með umheiminum.
Æ giv jú: 9 tilbrigði við kæfu. Verðlaun veitt fyrir að giska á hverjir eru sænskir (þeir eru 2).
6.4.04
Tækninýjungakrapp
Í tilefni af því að þessi krappí sími sem ég keypti hefur enn ekki bilað (aftur) þá ákvað ég að það væri kominn tími til að nýta hann í eitthvað skárra en 900-númer og spjallið á textavarpinu. Nú hefur því göngu sína hrottalega spennandi liður á Krappetíkrappinu, en það er svokallað emmBlogh. Geri reyndar ekki ráð fyrir að þetta endist lengur en út apríl því þá fara myndskilaboð hjá Símanum að kosta pening aftur og það örugglega meira en nokkru sinni fyrr.
Best því að hamra járnið á meðan það er heitt og því geta æstir lesendur skellt sér á emmBloghið og skoðað gæludýrin þrjú sem ég fæ að hafa hjá mér í vinnunni. Hvað getur verið áhugaverðara spyr ég?
ps. góðar fréttir fyrir Pixies-miðalausa menn eins og mig.
Í tilefni af því að þessi krappí sími sem ég keypti hefur enn ekki bilað (aftur) þá ákvað ég að það væri kominn tími til að nýta hann í eitthvað skárra en 900-númer og spjallið á textavarpinu. Nú hefur því göngu sína hrottalega spennandi liður á Krappetíkrappinu, en það er svokallað emmBlogh. Geri reyndar ekki ráð fyrir að þetta endist lengur en út apríl því þá fara myndskilaboð hjá Símanum að kosta pening aftur og það örugglega meira en nokkru sinni fyrr.
Best því að hamra járnið á meðan það er heitt og því geta æstir lesendur skellt sér á emmBloghið og skoðað gæludýrin þrjú sem ég fæ að hafa hjá mér í vinnunni. Hvað getur verið áhugaverðara spyr ég?
ps. góðar fréttir fyrir Pixies-miðalausa menn eins og mig.
28.3.04
Fréttnæmt frá Akureyri
Það var eitthvað sketsj frá Tvíhöfða á stöð 2 á föstudaginn sem gaf það sterklega í skyn að það væri aldrei neitt fréttnæmt frá Akureyri. Ég tók þetta náttúrulega mjög nærri mér og móðgaðist sárlega, þangað til ég sá þessa frétt daginn eftir í Mogganum, undir fyrirsögninni "Erill hjá lögreglunni á Akureyri". Eftir að hafa sagt frá einhverjum slagsmálum þar sem enginn meiddist, þá endar fréttin á þessum orðum:
"Þá hafði lögreglan afskipti af manni vegna fíkniefna. Engin fíkniefni fundust við leit, en maðurinn mun hafa komið við sögu áður vegna fíkniefna."
Ef þetta er ekki saga til næsta bæjar þá veit ég ekki hvað er...
Það var eitthvað sketsj frá Tvíhöfða á stöð 2 á föstudaginn sem gaf það sterklega í skyn að það væri aldrei neitt fréttnæmt frá Akureyri. Ég tók þetta náttúrulega mjög nærri mér og móðgaðist sárlega, þangað til ég sá þessa frétt daginn eftir í Mogganum, undir fyrirsögninni "Erill hjá lögreglunni á Akureyri". Eftir að hafa sagt frá einhverjum slagsmálum þar sem enginn meiddist, þá endar fréttin á þessum orðum:
"Þá hafði lögreglan afskipti af manni vegna fíkniefna. Engin fíkniefni fundust við leit, en maðurinn mun hafa komið við sögu áður vegna fíkniefna."
Ef þetta er ekki saga til næsta bæjar þá veit ég ekki hvað er...
25.3.04
Símakrapp del II
Fyrir æsta lesendur Krappetíkrappsins sem geta vart sofið vegna spennu út af Stóra Símamálinu, þá get ég glatt viðkomandi með því að niðurstaða er komin.
Í gær fékk ég sumsagt hringingu um að síminn minn væri kominn úr viðgerð. Vippaði ég mér yfir í stórverslun Og Voðafóns á Akureyri og las þar starfsstúlka upp fyrir mig eftirfarandi skýrslu:
"Rafhlaða var ónýt, skipt var um hana. Síminn opnaður og yfirfarinn."
Gríðarlega hressandi að það tók rúmar 2 vikur að komast að því að batteríið var í krappi. Krapp krapp og megakrapp.
Fyrir æsta lesendur Krappetíkrappsins sem geta vart sofið vegna spennu út af Stóra Símamálinu, þá get ég glatt viðkomandi með því að niðurstaða er komin.
Í gær fékk ég sumsagt hringingu um að síminn minn væri kominn úr viðgerð. Vippaði ég mér yfir í stórverslun Og Voðafóns á Akureyri og las þar starfsstúlka upp fyrir mig eftirfarandi skýrslu:
"Rafhlaða var ónýt, skipt var um hana. Síminn opnaður og yfirfarinn."
Gríðarlega hressandi að það tók rúmar 2 vikur að komast að því að batteríið var í krappi. Krapp krapp og megakrapp.
13.3.04
Símakrapp
Hérna er hann gamli gráni minn uppstilltur með tveimur bræðrum sínum, sem voru veittir sem verðlaun í forritunarkeppninni MjUKT 2001 sem fram fór í Skaufabæjarháskóla. Välförtjänat eftir 24 tíma strit (þó ég efast um að ég hafi gert mikið af gagni).
Tilefni þessara skrifa er að í síðustu viku ákvað ég að það væri tími til kominn fyrir gamla grána að víkja fyrir yngra módeli, enda var ég ekki búinn að hlaða hann í 2 mánuði (týndi hleðslutækinu) og auk þess þá var hann farinn að haga sér heldur undarlega eftir að hafa lent í bjórbaði í einhverju svæsnu eldhúspartíi í Þórunnarstrætinu.
Þannig að fyrir rúmri viku síðan gekk ég gallvaskur inn í símaverslun hér í bæ, og verslaði þar nýjan og ferskan Ericsson síma sem gengur undir módelnafninu 610. Var búinn að kynna mér vöruúrvalið á internetinu og leist nokkuð vel á þennan. Enda líkaði mér bara hreint út sagt ágætlega við hann svona fyrst um sinn, þangað til um síðustu helgi að hann fór að haga sér eitthvað undarlega með því að endurræsast upp úr þurru og fleira skemmtilegt. Á þriðjudaginn þoldi ég því ekki lengur við og fór með hann í símaverslunina og heimtaði viðgerð. Afgreiðslumaðurinn virtist nú ekkert hissa þegar ég strunsaði inn með bilaðan síma, sagði að þetta væri náttúrulega bara hugbúnaður í þessum apparötum og hann gæti klikkað eins og annað (og bilív mí, ef einhver hefur skilning á því þá er það ég). Þannig að ég skildi símann eftir og gekk út með plagg sem sagði að mér hefði áskotnast verkbeiðnanúmer 8202 (sem þýðir vonandi ekki að þeir þurfi að laga áttaþúsund tvöhundruð og einn Ericsson síma áður en röðin kemur að mínum).
Seinna um daginn var ég aftur mættur á internetið að skoða vöruúrvalið af símum, fullur efasemda um að ég hafi gert góð kaup. Viti menn, á heimasíðu Símans voru þeir farnir að básúna að nú væri kominn fram á sjónarsviðið hinn splunkunýji Sony Ericsson 630, sem nefndur var “arftaki 610 módelsins”. Bloddí greit. Ekki einu sinni keypti ég mér bilaðan síma, heldur var hann orðinn úreldur viku eftir að ég keypti hann.
Mórallinn í þessari sögu er örugglega ekki neinn, ég þurfti bara að koma þessu af bringunni á mér. Gaman að geta þess að þegar ég fékk gamla grána fyrst upp í hendurnar (eftir að hafa nóta bene unnið hann í keppni sem var haldin af Ericsson) þá þurfti ég að setja hann í viðgerð í mánuð áður en ég fékk eintak sem virkaði. Alltaf gaman að vera seinheppinn.
Í tengdum fréttum þá má geta þess að í dag lauk keppninni MjUKT 2004, og óska ég sigurvegurunum innilega til hamingju. Vonandi virka símarnir þeirra.
Hérna er hann gamli gráni minn uppstilltur með tveimur bræðrum sínum, sem voru veittir sem verðlaun í forritunarkeppninni MjUKT 2001 sem fram fór í Skaufabæjarháskóla. Välförtjänat eftir 24 tíma strit (þó ég efast um að ég hafi gert mikið af gagni).
Tilefni þessara skrifa er að í síðustu viku ákvað ég að það væri tími til kominn fyrir gamla grána að víkja fyrir yngra módeli, enda var ég ekki búinn að hlaða hann í 2 mánuði (týndi hleðslutækinu) og auk þess þá var hann farinn að haga sér heldur undarlega eftir að hafa lent í bjórbaði í einhverju svæsnu eldhúspartíi í Þórunnarstrætinu.
Þannig að fyrir rúmri viku síðan gekk ég gallvaskur inn í símaverslun hér í bæ, og verslaði þar nýjan og ferskan Ericsson síma sem gengur undir módelnafninu 610. Var búinn að kynna mér vöruúrvalið á internetinu og leist nokkuð vel á þennan. Enda líkaði mér bara hreint út sagt ágætlega við hann svona fyrst um sinn, þangað til um síðustu helgi að hann fór að haga sér eitthvað undarlega með því að endurræsast upp úr þurru og fleira skemmtilegt. Á þriðjudaginn þoldi ég því ekki lengur við og fór með hann í símaverslunina og heimtaði viðgerð. Afgreiðslumaðurinn virtist nú ekkert hissa þegar ég strunsaði inn með bilaðan síma, sagði að þetta væri náttúrulega bara hugbúnaður í þessum apparötum og hann gæti klikkað eins og annað (og bilív mí, ef einhver hefur skilning á því þá er það ég). Þannig að ég skildi símann eftir og gekk út með plagg sem sagði að mér hefði áskotnast verkbeiðnanúmer 8202 (sem þýðir vonandi ekki að þeir þurfi að laga áttaþúsund tvöhundruð og einn Ericsson síma áður en röðin kemur að mínum).
Seinna um daginn var ég aftur mættur á internetið að skoða vöruúrvalið af símum, fullur efasemda um að ég hafi gert góð kaup. Viti menn, á heimasíðu Símans voru þeir farnir að básúna að nú væri kominn fram á sjónarsviðið hinn splunkunýji Sony Ericsson 630, sem nefndur var “arftaki 610 módelsins”. Bloddí greit. Ekki einu sinni keypti ég mér bilaðan síma, heldur var hann orðinn úreldur viku eftir að ég keypti hann.
Mórallinn í þessari sögu er örugglega ekki neinn, ég þurfti bara að koma þessu af bringunni á mér. Gaman að geta þess að þegar ég fékk gamla grána fyrst upp í hendurnar (eftir að hafa nóta bene unnið hann í keppni sem var haldin af Ericsson) þá þurfti ég að setja hann í viðgerð í mánuð áður en ég fékk eintak sem virkaði. Alltaf gaman að vera seinheppinn.
Í tengdum fréttum þá má geta þess að í dag lauk keppninni MjUKT 2004, og óska ég sigurvegurunum innilega til hamingju. Vonandi virka símarnir þeirra.
24.2.04
Franzson-krapp
"Movement between continuous and discontinuous grains is set in motion, occasionally overloading and thereby leading into an architectonic rereading of the melodic contour of a well-known rococo aria. "
Fyrir þá sem lystir að lesa meira svona hraun og jafnvel hlusta á það tónverk sem verið er að lýsa er bent á að skella sér hingað. Ég hef alltént enn sem komið er ekki þorað að hlusta.
Bíð spenntur eftir að höfundurinn lögsæki mig fyrir að vitna í sig án leyfis og ræna þessari íðilfögru mynd um hábjartan dag. Ég bara stóðst ekki mátið.
"Movement between continuous and discontinuous grains is set in motion, occasionally overloading and thereby leading into an architectonic rereading of the melodic contour of a well-known rococo aria. "
Fyrir þá sem lystir að lesa meira svona hraun og jafnvel hlusta á það tónverk sem verið er að lýsa er bent á að skella sér hingað. Ég hef alltént enn sem komið er ekki þorað að hlusta.
Bíð spenntur eftir að höfundurinn lögsæki mig fyrir að vitna í sig án leyfis og ræna þessari íðilfögru mynd um hábjartan dag. Ég bara stóðst ekki mátið.
Gigg-krapp
Í framhaldi af síðasta krappi þá er gaman að benda á þetta, skrolla alveg neðst. Gott ef það stendur ekki "June 12 Reykjavik, Iceland - Laugardalsholl", og það á mjög opinberu väfsätri. Rawk.
Í framhaldi af síðasta krappi þá er gaman að benda á þetta, skrolla alveg neðst. Gott ef það stendur ekki "June 12 Reykjavik, Iceland - Laugardalsholl", og það á mjög opinberu väfsätri. Rawk.
21.2.04
Plata vikunnar-krapp
Plata vikunnar að þessu sinni er þessi:
Síðustu tvær plötur með Incubus hafa nú ekki verið alltof hressar þó þær hafi átt sína spretti. Þessi er aftur á móti óendanleg snilld. Hver sjálfs-virðandi rokkari þarf að bæta henni í safnið E.F.O.A.E.
Krappetíkrappið fagnar líka þeim orðrómi að þeir séu mögulega á leið til landsins með tónleikahald í huga, ekki nema bara vegna tækifærisins að sjá söngspíruna fara úr að ofan (varð vitni að því á Reading 2002, það var hrottalegt).
Plata vikunnar að þessu sinni er þessi:
Síðustu tvær plötur með Incubus hafa nú ekki verið alltof hressar þó þær hafi átt sína spretti. Þessi er aftur á móti óendanleg snilld. Hver sjálfs-virðandi rokkari þarf að bæta henni í safnið E.F.O.A.E.
Krappetíkrappið fagnar líka þeim orðrómi að þeir séu mögulega á leið til landsins með tónleikahald í huga, ekki nema bara vegna tækifærisins að sjá söngspíruna fara úr að ofan (varð vitni að því á Reading 2002, það var hrottalegt).
Malt-krapp
Held að það sé komið glas á nýtt krapp eller hur. Nú er það hinn frómi drykkur maltextrakt sem er til umræðu. Ég hef alltaf dregið fullyrðingar á umbúðum þess drykkjar í efa, þ.e. að hann gefi neytanda sínum hraustlegt og gott útlit (má vel vera að hann bæti meltinguna, hef ekki neinar rannsóknir undir höndum sem sýna fram á annað). Þangað til nú um jólin að ég fékk að prófa þennan fróma drykk á útlendingi sem var allskostar laus við þann bæas sem Íslendingar vissulega hafa gagnvart maltinu eftir aldalanga ósvífna áróðursherferð Ölgerðarinnar. Þessi útlendingur var enginn annar en mormor hennar Hönnu. Og ég held að nú þurfi enginn lengur að efast um jákvæð áhrif maltsins.
Held að það sé komið glas á nýtt krapp eller hur. Nú er það hinn frómi drykkur maltextrakt sem er til umræðu. Ég hef alltaf dregið fullyrðingar á umbúðum þess drykkjar í efa, þ.e. að hann gefi neytanda sínum hraustlegt og gott útlit (má vel vera að hann bæti meltinguna, hef ekki neinar rannsóknir undir höndum sem sýna fram á annað). Þangað til nú um jólin að ég fékk að prófa þennan fróma drykk á útlendingi sem var allskostar laus við þann bæas sem Íslendingar vissulega hafa gagnvart maltinu eftir aldalanga ósvífna áróðursherferð Ölgerðarinnar. Þessi útlendingur var enginn annar en mormor hennar Hönnu. Og ég held að nú þurfi enginn lengur að efast um jákvæð áhrif maltsins.
31.1.04
Berta-turnakrapp
Nú er komið að hinum fróma gítarsnillingi og eins barns föður Berta Stull Black Mofo (a.k.a. Robert Lusifer Speed, leiðgítarleikari OHGEATH) að láta ljós sitt skína í turnaspilinu margfræga. Spil þetta fór fram í þórunnarstrætispartíi fyrir jól sem haldið var til að bæta upp fyrir skort á þórunnarstrætispartíum um sjálf jólin vegna fjarveru minnar (efast um að sá skortur hafi reyndar látið mikið á sér bæra). Ég lauma alltént á nokkrum svæsnum myndum úr þessu geimi sem gætu litið dagsins ljós á Krappetíkrappinu innan tíðar.
Berti fór heldur óhefðbundnar leiðir í spilamennsku sinni, og naut við það dyggrar aðstoðar Runars Lundström bassaleikara OHGEATH. Látum myndirnar tala.
ps. Jói þú ert næstur, það er bara að panta tíma í stúdíóinu og þá mössum við pakkann.
Nú er komið að hinum fróma gítarsnillingi og eins barns föður Berta Stull Black Mofo (a.k.a. Robert Lusifer Speed, leiðgítarleikari OHGEATH) að láta ljós sitt skína í turnaspilinu margfræga. Spil þetta fór fram í þórunnarstrætispartíi fyrir jól sem haldið var til að bæta upp fyrir skort á þórunnarstrætispartíum um sjálf jólin vegna fjarveru minnar (efast um að sá skortur hafi reyndar látið mikið á sér bæra). Ég lauma alltént á nokkrum svæsnum myndum úr þessu geimi sem gætu litið dagsins ljós á Krappetíkrappinu innan tíðar.
Berti fór heldur óhefðbundnar leiðir í spilamennsku sinni, og naut við það dyggrar aðstoðar Runars Lundström bassaleikara OHGEATH. Látum myndirnar tala.
ps. Jói þú ert næstur, það er bara að panta tíma í stúdíóinu og þá mössum við pakkann.
25.1.04
H.O.M.M.A.-krapp
Í gær fór ég í heimsókn til Geira kippu. Þessi heimsókn gæti talist fyrsta H.O.M.M.A.-partí 21. aldarinnar af eftirtöldum ástæðum:
Þar var einnig staddur Jói Grænkommi, stjórnarmeðlimur.
Hringt var í Húgó boss stjórnarmeðlim í gegnum gervihnött
Skoðaðar voru myndir af Bjölla stjórnarmeðlimi í dyravarðar-ham og Rúnari Leifs stjórnarmeðlimi meðvitundarlausum í jólasveinabúningi.
Gestir fengu að upplifa Jóa Grænkomma íklæddan engu nema einum stökum tennissokk (og það ekki á löppunum). Reyndar bara af myndbandi.
Gestir fengu að upplifa Geira kippu æla úr sér lungum og nýrum í sumarbústað í Borgarfirði. Það einnig af myndbandi.
Gestir fengu að upplifa Geira kippu íklæddan fölbleikum G-streng og sólgleraugum einum fata. ATH! EKKI AF MYNDBANDI.
Gestir fengu að upplifa Jóa Grænkomma kasta upp hrefnukjöti og gæsalifur utan í Sparisjóð Norðlendinga. ATH! EKKI HELDUR AF MYNDBANDI.
Þakka ég Geira kippu/frænda kærlega fyrir gott geim og Jóa Grænkomma fyrir velheppnaða heimsókn hans í höfuðstað norðurlands.
Í gær fór ég í heimsókn til Geira kippu. Þessi heimsókn gæti talist fyrsta H.O.M.M.A.-partí 21. aldarinnar af eftirtöldum ástæðum:
Þakka ég Geira kippu/frænda kærlega fyrir gott geim og Jóa Grænkomma fyrir velheppnaða heimsókn hans í höfuðstað norðurlands.
17.1.04
Svíakrapp pt. 2
Æstir lesendur Krappetíkrappsins geta hætt að örvænta, þar sem Farbror Willy har äntligen återkommit från Svíaríki. Held að mér hafi tekist að vera næstum því mánuð að heiman þar sem ég eyddi nokkuð mörgum dögum í borg dauðans eftir ég kom til landsins. Þeir fór að langmestu leyti í vinnu þannig að ég náði því miður lítið að heimsækja það fólk sem saknaði mín hvað mest yfir jólin (ég veit að þið eruð þarna úti), en ég reyni að bæta upp fyrir það síðar. Eini sem fékk eitthvað að njóta návistar minnar var Bjölli bekkjarbróðir sem kannski fékk fullmikið af hinu góða þar sem ég våldgästaði* hann í vel rúma viku. Þess má geta að Bjölli hefur komið sér upp erfingja sem hefur það fram yfir sum börn á svipuðu reki að hann fer ekki að grenja þegar hann sér mig.
Þá er ég búinn að upplifa jól í Svíþjóð og þarf því varla að gera það aftur nema mig langi til. Sú staða gæti þess vegna komið upp aftur þar sem þetta var verí næs. Afi og amma Hönnu eru án efa skemmtilegustu sænsku ellilífeyrisþegarnir sem ég þekki, og þá er nú mikið sagt. Við fáum mynd:
Þarna er mormor að monta sig af nýju íslensku súkkulaðirúsínunum sem hún fékk í jólagjöf frá uppáhalds barnabarnsmakanum sínum.
Mormor hefur líka einstaklega gaman af því að fara í feluleik við barnabörnin.
Fyrir áramótin fórum við síðan lengst upp í hið sænska norðurland (12 tímar í lest hvora leið), þar sem frostið fór niður fyrir -20°. Hressandi. Þar heimsóttum við Markus, hinn hundgamla bekkjarfélaga minn úr Högskúlanum í Skövde, sem hér sést heilsa íslenskum aðdáendum sínum nær og fjær.
Gamlárskvöldspartíin þar eru með frekar öðru sniði en hér. Þau byrja kl. 7 um kvöldið og taka enda um 2. e. midnatt þegar gestir eru hættir að geta staðið í lappirnar vegna ofneyslu á sænsku hembrännt bruggi. Þá er farið í háttinn. Enda hef ég ekki verið eins hress á nýársdag síðan í 8. bekk.
Gott krapp og gott nýtt ár önskar Krappetíkrapp.
* våld|gästar -gästade -gästat -gästa(!) verb
tilltvinga sig mat och husrum (hos någon)
Æstir lesendur Krappetíkrappsins geta hætt að örvænta, þar sem Farbror Willy har äntligen återkommit från Svíaríki. Held að mér hafi tekist að vera næstum því mánuð að heiman þar sem ég eyddi nokkuð mörgum dögum í borg dauðans eftir ég kom til landsins. Þeir fór að langmestu leyti í vinnu þannig að ég náði því miður lítið að heimsækja það fólk sem saknaði mín hvað mest yfir jólin (ég veit að þið eruð þarna úti), en ég reyni að bæta upp fyrir það síðar. Eini sem fékk eitthvað að njóta návistar minnar var Bjölli bekkjarbróðir sem kannski fékk fullmikið af hinu góða þar sem ég våldgästaði* hann í vel rúma viku. Þess má geta að Bjölli hefur komið sér upp erfingja sem hefur það fram yfir sum börn á svipuðu reki að hann fer ekki að grenja þegar hann sér mig.
Þá er ég búinn að upplifa jól í Svíþjóð og þarf því varla að gera það aftur nema mig langi til. Sú staða gæti þess vegna komið upp aftur þar sem þetta var verí næs. Afi og amma Hönnu eru án efa skemmtilegustu sænsku ellilífeyrisþegarnir sem ég þekki, og þá er nú mikið sagt. Við fáum mynd:
Þarna er mormor að monta sig af nýju íslensku súkkulaðirúsínunum sem hún fékk í jólagjöf frá uppáhalds barnabarnsmakanum sínum.
Mormor hefur líka einstaklega gaman af því að fara í feluleik við barnabörnin.
Fyrir áramótin fórum við síðan lengst upp í hið sænska norðurland (12 tímar í lest hvora leið), þar sem frostið fór niður fyrir -20°. Hressandi. Þar heimsóttum við Markus, hinn hundgamla bekkjarfélaga minn úr Högskúlanum í Skövde, sem hér sést heilsa íslenskum aðdáendum sínum nær og fjær.
Gamlárskvöldspartíin þar eru með frekar öðru sniði en hér. Þau byrja kl. 7 um kvöldið og taka enda um 2. e. midnatt þegar gestir eru hættir að geta staðið í lappirnar vegna ofneyslu á sænsku hembrännt bruggi. Þá er farið í háttinn. Enda hef ég ekki verið eins hress á nýársdag síðan í 8. bekk.
Gott krapp og gott nýtt ár önskar Krappetíkrapp.
* våld|gästar -gästade -gästat -gästa(!) verb
tilltvinga sig mat och husrum (hos någon)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)