Meira ULTIMATE öppdeitskrapp
Til að gera spennuna óbærilega fyrir lesendur Krappetíkrappsins þá get ég avslöjað að í vikunni er von er á nýrri útgáfu af "besta teningaspili sögunnar", þ.e. ULTIMATE 10.000.
Í þessari útgáfu hefur verið bætt við gríðarlega öflugum módúl sem sér um að reikna ýmsar tölfræðiupplýsingar um köst einstakra leikmanna, t.d. meðalskor í hverju geri og meðalfjöldi teningakasta í hverju geri. Einnig hefur verið bætt við nýjum raddskapgerðarmódúlum, þar sem notandinn getur nú einnig valið um að spila sem "Málhaltur þjóðverji" eða "Færeyskur þjóðernissinni". Það var lingvistinn Hrafnkell Brynjarsson sem sá um að ljá þessum persónum röddu sína áður en hann hélt á ný út í óvissuna til meginlands Evrópu.
Samhliða nýrri útgáfu mun verða opnað fyrir niðurhal á "ULTIMATE 10.000 laginu" sem er rokkslagari af bestu gerð úr smiðju gítarhetjunnar Robert Lusifer Speed, betur þekktur sem leiðgítarleikari gleðidauðarokkssveitarinnar OHGEATH.
Það er því nokkuð ljóst að aldrei í sögu mannkyns hefur nýrrar útgáfu tölvuleiks verið beðið með eins mikilli eftirvæntingu. "Doom 3 ít jor hart át".
Framkvæmið því reglulega endurhlaðningu á krapp.blogspot.com eða ultimate.halez.net þar til sannleikurinn opinberast...
27.6.04
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli