28.3.04

Fréttnæmt frá Akureyri

Það var eitthvað sketsj frá Tvíhöfða á stöð 2 á föstudaginn sem gaf það sterklega í skyn að það væri aldrei neitt fréttnæmt frá Akureyri. Ég tók þetta náttúrulega mjög nærri mér og móðgaðist sárlega, þangað til ég sá þessa frétt daginn eftir í Mogganum, undir fyrirsögninni "Erill hjá lögreglunni á Akureyri". Eftir að hafa sagt frá einhverjum slagsmálum þar sem enginn meiddist, þá endar fréttin á þessum orðum:

"Þá hafði lögreglan afskipti af manni vegna fíkniefna. Engin fíkniefni fundust við leit, en maðurinn mun hafa komið við sögu áður vegna fíkniefna."

Ef þetta er ekki saga til næsta bæjar þá veit ég ekki hvað er...

Engin ummæli: