16.7.04

LOKSINS LOKSINS 



Núna er loksins komið að því sem æstir lesendur Krappetíkrappsins hafa beðið eftir í ofvæni, ný útgáfa af hinu sívinsæla teningaspili ULTIMATE 10.000.
 
Það sem er nýtt í útgáfu 2.2 er eftirfarandi:

  • Glænýir raddskapgerðarmódúlar þar sem Hrafnkell Brynjarsson bregður sér í hlutverk Færeysks þjóðernissinna og Málhalts Þjóðverja. Heyrn er sögu ríkari.
  • Gríðarlega raunverulegir teningakasts-hljóðeffektar fyrir þá sem af einhverjum ástæðum vilja ekki nýta sér raddskapgerðarmódúlana.
  • Hægt er að kalla fram tölfræði leikmanns á hverjum tímapunkti með að hægri-smella á nafn hans, þar sem meðal annars kemur fram KpG hlufall leikmanns (KlikkPerGer, gott að hafa sem lægst KpG hlutfall).
  • Í lok leiks koma tölfræðiupplýsingar allra leikmanna fram ásamt niðurstöðum leiksins.
  • Stillingar í leiknum (t.d. hágmarksskor) haldast ef leikurinn er endurræstur.

Þannig að hendist yfir á opinberu ULTIMATE 10.000 heimasíðuna og njótið þessarar frábæru uppfærslu.

Í tilefni af uppfærslunni er einnig hægt að hala niður ULTIMATE 10.000 laginu sem Robert Lusifer Speed galdraði fram úr erminni, en hann er betur þekktur sem hinn hressi leiðgítarleikari gleðidauðarokkshljómsveitarinnar OHGEATH. Þetta lag hefur reynst hljóma best í Windóws Media Player (eða einhverjum Linuxxx spilara), Winamp er ekki alveg að meika það. Þarna er frábær rokkari á ferðinni.


Engin ummæli: