20.4.04

ULTIMATE öppdeitskrapp



Án efa þá hafa æstir lesendur Krappetíkrappsins beðið sveittir og sóðalegir eftir nýrri útgáfu af hinu ofurvinsæla teningaspili ULTIMATE TÍU ÞÚSUND, alveg síðan leikurinn kom á markað fyrir jólin. Hinir sömu æstu lesendur geta nú tekið gleði sína því útgáfa 2.0.0.0 er komin út! Í nýju útgáfunni er meðal annars hægt að láta tölvuna tjá sig munnlega um framgang leiksins, og er það undirritaður sem bregður sér í hlutverk "Íslensks hrotta" eða "Óþolandi Svía", allt eftir óskum notandans.

Í tilefni af hinnu nýju útgáfu verður einnig glænýju vefsetri teningaspilsins hleypt af stokkunum, sem má finna á slóðinni ultimate.halez.net. Þar er að finna allar niðurhalsupplýsingar og fleira gómsætt. Eins ótrúlegt og það hljómar þá gerði ég þessa vefsetur einn og án nokkurrar hjálpar. Pælið í því.

Fyrir þá sem vilja breiða út boðskapinn þá er hinum sömu velkomið að bæta þessum íðilfagra banner við vefsetur sín. Grafískir sérfræðingar hafa legið undir feldi dögum saman til að tryggja að litasamsetningin passi í hvaða umhverfi sem er.



Engin ummæli: