16.5.02

Krappið að massast

Nú er klukkan 06:38 að morgni til, og hér sit ég sveittur við að leggja lokahönd á lokaverkefnið mitt fyrir næstu skil, sem eru klukkan eitt eftir hádegi að Skaufa-staðartíma. Ég hef fengið u.þ.b. 0 mínútna svefn í nótt, sem er svosem ekki furða miðað við hvað ég virðist alltaf vera á síðasta snúningi með hlutina. Þetta er nú samt alveg að massast. Ég gerði reyndar hlé á skriftum fyrr í nótt/kvöld og skellti mér á Skaufafrumsýningu á nýju Stafrófsmyndinni ("Stafrófs Kafli Tvö: Einræktúngarnir láta til skara skríða"), sem hófst klukkan eina mínútu yfir tólf á miðnætti. Þrátt fyrir ógnvænlega þreytu tókst mér að halda mér vakandi á myndinni, sem gæti valdið furðu hjá mörgum sem þekkja til sögu minnar hvað varðar að sofna yfir bíómyndum. Í stuttu máli sagt þá var þetta hreint út sagt mögnuð stafrófsmynd, og ég gekk út alveg fullkomlega sáttur og vel það. Ég hafði lesið fullt af krappi um að öll samtölin væru ömurleg og þetta væri bara hreinasta krapp, en ég er alls ekki sammála því. Það var reyndar á örfáum stöðum sem Goggi L. var ekki alveg að láta leikurunum í té neinar gullnar línur, en það nægir samt ekki til að skyggja á hvað afgangurinn af ræmunni er hreinasta snilld.

Ég er þannig séð búinn með lokaverkefnið, þannig að annaðhvort blunda ég aðeins áður en ég fer niður í skóla til að prenta út, eða þá ég les yfir þessar 75 blaðsíður aftur til að leita að villum. Blundurinn hljómar af einhverjum ástæðum aðeins meira lokkandi...

Engin ummæli: