14.5.02

Atvinnutækifæri Róberts bitra
Sinnuveiki Róbert Hinn Bitrari sagði mér frá atvinnutækifæri sem honum bauðst nýlega en þurfti svo að þjóta offline áður en hann náði að deila því með okkur hér á krappetíkrapp. Ég ætla því að taka mér það bessaleyfi að segja frá því sem hann sagði mér.

Lauslega þýtt þá fól þessi atvinna í sér eftirfarandi:
Dreifa flyerum í 2 daga í miðbæ Stokkhólmar um tryggingar- og bankaþjónustur. Með starfinu fylgir einkennisbúningur sem samanstendur af krítarröndóttum jakkafötum og hvítri skyrtu. Eins og það sé ekki næginlega fáránlegt þá yrði hann einnig með skilti á bakinu í talbólu-formi. Eina sem krafðist til að fá þessa vinnu er að hafa náð tvítugsaldri og vera alvarlegur...eða orðrétt á sænsku: "Du som söker måste ha fyllt 20 år och vara seriös." Einnig er kostur að vera karlmaður..."Vi ser gärna manliga sökanden."

Ég ætla ekki að tjá mig persónulega um þetta starf, en mér sýnist framtíðarmöguleikarnir vera heldur takmarkaðir til að Herra Robbi leggi inn umsókn.

Góðar stundir.

Engin ummæli: