16.5.02

Furðukrapp

Hömm. Þetta er í fyrsta skipti í 3 mánuði sem ég er ekki með sjúklegan hnút í maganum útaf fruntalega háu stressmagni. Skrítin tilfinning. Ég er svosem ennþá stressaður, það er ekki það, en það er alltént ekki óbærilegt lengur. Verður það samt mjög fljótlega þegar kynningin á lokaverkefninu nálgast.

Ég og RobbiK skelltum okkur á slepjulegan amerískan (þó með tyrknesku innslagi) pítsastað í dag og fögnuðum lokaverkefnisskilum með því að éta yfir okkur af sloppí flatbökum. Þó þær séu kannski ekki alveg sambærilegar þá eru pítsurnar á þessum stað það sem maður kemst næst því að fá "íslenskar" pítsur í Skaufabæ. Þetta er líka einn af fáum stöðum í bænum sem að setja pítsurnar í passlega stóra kassa þegar maður tekur þær tú gó, flestir þessir hefðbundnu tyrkjapítsustaðir troða alltaf 16'' pítsum í 12'' kassa með því að brjóta uppá hliðarnar á henni. Þú verður að borga 5 krónur extra fyrir kassa sem passar. Það hefur svosem engin áhrif á bragðið, bara skemmtilegra að borða pítsu sem er ekki búið að rúlla upp.

Engin ummæli: