14.5.02

Krappetíkrappið slær í gegn

Einhverjum er hlýtt til Krappetíkrappsins á Tilverunni, en þar er víst að finna tengil yfir á Krappetíkrapp undir fyrirsögninni "blogg beinaleið frá helvíti!". Burtséð frá því hvort þetta sé frá helvíti eður ei, þá hafa heimsóknir á vefinn óneitanlega tekið smá kipp við þetta mikla plögg og er engin ástæða til annars en að fagna því fruntalega. Ég hef samt á tilfinningunni að þeir sem asnast til að smella á þennan tengil eyði um það bil þremur sekúndum inn á síðunni, en svo einkennilega vill til að það er einmitt akkúrat sá tími sem það tekur 22 ára íslenskan karlmann að komast að því að á Krappetíkrappi er ákaflega lítið um myndir af berbrjósta íslenskum stúlkukindum annaðhvort í villtum kynmökum eða slefandi uppí hvor aðra á einhverjum af æðri skemmtistöðum Reykjavíkurborgar. Tilviljun? Það verður lesandinn að dæma um sjálfur.

Ég vona samt sem áður að þeir sem hingað ráfa í rælni geti öngvu að síður fundið eitthvað áhugavert krapp. Af krappi er nóg að taka, eins og maðurinn sagði.

Engin ummæli: