Faðir æðstaprests Krappetíkrappsins ætlar greinilega að taka hlutverk sitt sem æstur lesandi alvarlega. Hann sá sig allavega knúinn til að hringja sérstaklega í æðstaprestinn son sinn og óska eftir bragarbót á viðvarandi krappleysi í bundnu máli. Þess er óskandi að hann bæti þessu bundna máli við sem athugasemd.
En í tilefni komandi hátíðarhalda þá er tilvalið að deila þessu óopinbera framhaldi Man Eats Cake! með æstum lesendum, nefnilega örlistaverkinu Man Picks Cake!. Þar sést sami maður og prýddi Man Eats Cake! sanna sig endanlega sem skjótasta laufabrauðspikkarann í sýslunni. Takið sérstaklega eftir kvenlega ropanum sem heyrist í bakgrunni þegar líður á myndbandið.
11.12.07
14.11.07
Krappetí-krapp
Oft hefur verið minnst á tímamótalistaverkið Man Eats Cake! á þessari síðu, þó alls ekki of oft. Við síðasta krapp kom athugasemd frá föður mínum sem kvað sig hafa verið nr. 281 í röðinni að upplifa herlegheitin. Núverandi tala er 306, sem verður að teljast viðunandi árangur. En betur má ef duga skal. Annars gaman að sjá föður minn opinbera sig sem einn af æstum lesendum Krappetíkrappsins. Núna þarf móðir mín bara að stofna moggablogg og fara að blogga ótt og títt um lífið í bloggheimum, og þá myndi ég telja þau opinberlega innvígð í 21. öldina.
Þessi mynd var annars tekin síðastliðið laugardagskvöld, þar sem hópur manna sést í andakt fylgjast með myndbandinu Man Eats Cake! útspila sig á tölvuskjánum.
Ljósmyndin ætti endanlega að eyða öllum efa um skemmtanagildi þessa listaverks. Jón Fannar virðist alltént eiga ákaflega erfitt með að hemja sig í gleðinni.
Annar hvor þessara herramanna var að vinna stóran pott.
Maðurinn í jakkafötunum vann.
Maðurinn í Machine Head-bolnum vann ekki.
Þessi mynd var annars tekin síðastliðið laugardagskvöld, þar sem hópur manna sést í andakt fylgjast með myndbandinu Man Eats Cake! útspila sig á tölvuskjánum.
Ljósmyndin ætti endanlega að eyða öllum efa um skemmtanagildi þessa listaverks. Jón Fannar virðist alltént eiga ákaflega erfitt með að hemja sig í gleðinni.
Annar hvor þessara herramanna var að vinna stóran pott.
Maðurinn í jakkafötunum vann.
Maðurinn í Machine Head-bolnum vann ekki.
3.11.07
Konan sem kyndir ofninn minn (death metal útgáfa)-krapp
Þeir æstu lesendur Krappetíkrappsins sem hafa beðið óþreyjufullir eftur meira efni frá hinni legendarísku stórsveit LBA geta svo sannarlega tekið gleði sína. Nýju lagi hefur verið bætt inn á hina sívinsælu MySpace síðu hljómsveitarinnar, eins og segir í fréttatilkynningu:
FOR IMMEDIATE RELEASE:
The song "Konan sem kyndir ofninn minn (death metal útgáfa)" is now finally available on LBA's official MySpace page. This last song of LBA's critically acclaimed album "Cannibal Nuns I" brings it to a truly epic and intense climax. The title translates as the cryptic but post-rock-ish "Lady who fires up my furnace (death metal version)". While the lyrical content is considered incomprehensible, the rage and emotion present in the song is fully transferred to the listener due to Willie-with-long-hair-in-8th-grade's powerful delivery. He is backed by fierce drumming from the legendary H.F. Olafsson and some of Willie-with-short-hair-in-8th-grade's most amazing riffs. This song is considered by most LBA enthusiasts to be an amazing ride worth experiencing.
ps. 274 áhorf á Man Eats Cake!. Þetta er allt að koma.
FOR IMMEDIATE RELEASE:
The song "Konan sem kyndir ofninn minn (death metal útgáfa)" is now finally available on LBA's official MySpace page. This last song of LBA's critically acclaimed album "Cannibal Nuns I" brings it to a truly epic and intense climax. The title translates as the cryptic but post-rock-ish "Lady who fires up my furnace (death metal version)". While the lyrical content is considered incomprehensible, the rage and emotion present in the song is fully transferred to the listener due to Willie-with-long-hair-in-8th-grade's powerful delivery. He is backed by fierce drumming from the legendary H.F. Olafsson and some of Willie-with-short-hair-in-8th-grade's most amazing riffs. This song is considered by most LBA enthusiasts to be an amazing ride worth experiencing.
ps. 274 áhorf á Man Eats Cake!. Þetta er allt að koma.
30.10.07
Leti-krapp
Það er fátt hallærislegra en fólk sem heldur úti einhversskonar heimasíðu og rýfur langa þögn bara til að segja hvað það er haldið mikilli leti og leiða. Krappetíkrappið, sem miðpunktur afþreyingar á veraldarvefnum, mun aldrei falla í þessa gryfju.
Til að halda sig innan leti-þemans þá fylgir þessu krappi 10 ára gömul mynd af ungum manni og kettinum hans. Fallegra samband manns og dýrs hefur örugglega aldrei sést á jarðkringlunni fyrr né síðar. Enda hlaut kötturinn ekki viðurnefnið "Búbúkisi" fyrir ekki neitt.
En aðaltilgangurinn með þessu öllu saman er að sjálfsögðu að tryggja að allar afmæliskveðjurnar sem ég fæ á morgun muni ekki hanga á einhverri eldgamalli færslu.
Til að halda sig innan leti-þemans þá fylgir þessu krappi 10 ára gömul mynd af ungum manni og kettinum hans. Fallegra samband manns og dýrs hefur örugglega aldrei sést á jarðkringlunni fyrr né síðar. Enda hlaut kötturinn ekki viðurnefnið "Búbúkisi" fyrir ekki neitt.
En aðaltilgangurinn með þessu öllu saman er að sjálfsögðu að tryggja að allar afmæliskveðjurnar sem ég fæ á morgun muni ekki hanga á einhverri eldgamalli færslu.
10.10.07
Heddfónakrapp
Vil deila eftirtöldum augna-opnandi lærdómi með æstum lesendum: Sá sem hefur aldrei farið á snyrtinguna með þráðlausa heddfóna á höfðinu hefur enn ekki upplifað sanna hamingju.
2.10.07
Kebabtallrik-krapp
Eftir að hafa farið ítarlega í saumana á hinni guðdómlegu "båtpítsu" hér fyrir neðan, þá er ekki annað hægt en að impra eilítið á systurrétt téðrar pítsu, sem kallast á frummálinu (sænsku) "kebabtallrik" eða "kebabdiskur". Þessi réttur er ekki ósvipaður båtpítsunni nema að undanskilinni pítsusósu, osti og botni, og að viðbættum frönskum kartöflum (eða "pommes" eins og innfæddir kalla þær). Þarna sameinast exótískt og órætt kebabkjötbragðið hinu velþekkta og djúpsteikta kartöflubragði, og mynda eina órjúfanlega heild þegar búið er að drekkja hvoru tveggja í ljúffengri kebabsósu og hræra vel í.
Á myndinni sést eintak af kebabtallrik sem RobbiK pantaði sér og hesthúsaði einhverntíman á vormánuðum 2002, einmitt á títtnefndum ofurveitingastað "Kryddunni".
Svo virðist sem Krappetíkrappið sé á góðri leið með að verða miðstöð matgæðinga á veraldarvefnum ef marka má nokkur síðustu innlegg.
Ætla í tilefni af því að fara að fá mér brauð með osti, l8ter chumps.
Á myndinni sést eintak af kebabtallrik sem RobbiK pantaði sér og hesthúsaði einhverntíman á vormánuðum 2002, einmitt á títtnefndum ofurveitingastað "Kryddunni".
Svo virðist sem Krappetíkrappið sé á góðri leið með að verða miðstöð matgæðinga á veraldarvefnum ef marka má nokkur síðustu innlegg.
Ætla í tilefni af því að fara að fá mér brauð með osti, l8ter chumps.
27.9.07
Man Eats Cake!-krapp
Ótrúlegasta fólk hefur fengið sínar 15 mínútur af frægð á internetinu. Stafrófsstrákurinn til dæmis. Einnig þessi eituhressi þýski Unreal Tournament leikmaður. Töffarinn í Tron búningnum. Höfundur og flytjandi Chocolate rain. Mark Noseby að túlka Kurt Rosenwinkel. Svo mætti lengi telja.
Til að gera langa sögu stutta þá hef ég ákveðið að skipa mér í hóp með þessu ágæta fólki. Svo það sé mögulegt þá þarf ég að sjálfsögðu að hafa eitthvað einstakt fram að færa, og ég tel mig hafa það í formi myndbandsins "Man Eats Cake!", sem ber undirtitilinn "Handsome man eats delicious cake". Þetta myndband hefur þegar hlotið 81 áhorf á YouTube og á því aðeins 7.999.919 áhorf eftir til að ná 8 milljón áhorfa markinu, sem verður að teljast mjög hóflegt viðmið (Chocolate rain er t.d. rétt búið að slefa yfir 9 millur).
Man Eats Cake!
Þeir sem þegar hafa fengið að líta þetta augum hafa reyndar ýmsa gagnrýni fram að færa. Finnst það langdregið og vanta pönsjlæn. Þeir hinir sömu hafa greinilega bara ekki þolinmæði til að horfa á það óslitið í heild sinni og njóta hvers einasta bita til hins ítrasta. Það er sko lífsreynsla sem svíkur engan.
Vonandi kunna æstir lesendur Krappetíkrappsins að meta þetta sjónlistaverk.
Til að gera langa sögu stutta þá hef ég ákveðið að skipa mér í hóp með þessu ágæta fólki. Svo það sé mögulegt þá þarf ég að sjálfsögðu að hafa eitthvað einstakt fram að færa, og ég tel mig hafa það í formi myndbandsins "Man Eats Cake!", sem ber undirtitilinn "Handsome man eats delicious cake". Þetta myndband hefur þegar hlotið 81 áhorf á YouTube og á því aðeins 7.999.919 áhorf eftir til að ná 8 milljón áhorfa markinu, sem verður að teljast mjög hóflegt viðmið (Chocolate rain er t.d. rétt búið að slefa yfir 9 millur).
Man Eats Cake!
Þeir sem þegar hafa fengið að líta þetta augum hafa reyndar ýmsa gagnrýni fram að færa. Finnst það langdregið og vanta pönsjlæn. Þeir hinir sömu hafa greinilega bara ekki þolinmæði til að horfa á það óslitið í heild sinni og njóta hvers einasta bita til hins ítrasta. Það er sko lífsreynsla sem svíkur engan.
Vonandi kunna æstir lesendur Krappetíkrappsins að meta þetta sjónlistaverk.
24.9.07
Sænsk-tyrkneskt båtpizzu-krapp
Fremsti matréttur sem nokkurn tíman hefur litið dagsins ljós í heimi gjörvöllum er sennilega hin sænsk-tyrkneska "båtpizza" eða "bátpítsa". Hún sameinar hina tvo heilögu skyndibita kebab og pítsu í fullkomnum hlutföllum, og hefur það fram yfir aðrar kebabpítsur að með smá ímyndunarafli er hægt að sjá að hún sé í laginu eins og bátur. Það bætir smá avgörandi noveltí-kryddi í súpuna.
Þessi pítsa fæst einungis á hinum rómaða veitingastað "Kryddunni" sem staðsettur er steinsnar frá stúdentagörðum Háskólans í Skaufabæ.
Pítsan er borin fram með ljúffengri kebabsósu, og greinilegt er að reyndur båtpizzu-aðdáandi hefur pantað eintakið á þessari mynd þar sem sést að sósan er höfð til hliðar í sérstakri skál (taka verður fram við pöntun að aðdáandinn vilji hafa "såsen bredvid"). Aðeins rétt áður en pítsan er snædd skal dreifa sósunni yfir pítsuna til að tryggja að kebabið og sósan séu enn í sjóðheitum efnahvörfum þegar munnbitanum er smeygt inn fyrir varirnar.
Þessi pítsa fæst einungis á hinum rómaða veitingastað "Kryddunni" sem staðsettur er steinsnar frá stúdentagörðum Háskólans í Skaufabæ.
Pítsan er borin fram með ljúffengri kebabsósu, og greinilegt er að reyndur båtpizzu-aðdáandi hefur pantað eintakið á þessari mynd þar sem sést að sósan er höfð til hliðar í sérstakri skál (taka verður fram við pöntun að aðdáandinn vilji hafa "såsen bredvid"). Aðeins rétt áður en pítsan er snædd skal dreifa sósunni yfir pítsuna til að tryggja að kebabið og sósan séu enn í sjóðheitum efnahvörfum þegar munnbitanum er smeygt inn fyrir varirnar.
21.9.07
Roskilde-krapp IV: Eyddra senu-krapp
Sem aukaefni með áður birtri umfjöllun Krappetíkrappsins um Roskilde 2007 birtast hér með svokallaðaðar "dílíted síns", þ.e. myndir sem hentuðu ekki til birtingar í upphaflegu umfjölluninni en eiga samt gríðarlegt erindi í að koma fyrir augu almennings.
Það þarf kannski ekki að taka fram að einhver lífskúnstner hafði setið heila kvöldstund ofaná samlokugreyinu á neðstu myndinni.
Það þarf kannski ekki að taka fram að einhver lífskúnstner hafði setið heila kvöldstund ofaná samlokugreyinu á neðstu myndinni.
19.9.07
Hraundrangakrapp
Skrapp í fyrrakvöld vestur í Húnavatnssýslurnar í sveitina til Bjölla þar sem hann og fleiri góðir menn úr vinnunni stóðu sveittir við laxveiðar. Áttum þar indæla kvöldstund þar sem ég reddaði mér bensínpeningum með yfirburða pókersigri. Daginn eftir var ég eilítið slappur og naut þess mjög enda ekki á hverjum degi sem mér hlotnast þau forréttindi að geta verið timbraður á þriðjudegi. Það hressti mig þó óneitanlega að sjá Hraundrangana í svona góðu formi þegar ég hafði loksins nógu góða heilsu til að rúnta til baka:
10.9.07
Sólóferilskrapp
Alltof oft fæ ég (að mínu mati) stórkostlegar hugmyndir sem síðan ná aldrei á framkvæmdastigið. Um daginn var ég að virða fyrir mér upplýsingaskilti við Kröfluvirkjun í Mývatnssveit, og sá þá eitt orð sem öskraði gjörsamlega á mig að þetta gæti ekki annað en verið nafn á hljómsveit. Og sú hljómsveit yrði sjálfkrafa ein sú fremsta í gjörvallri veröld, fyrst og fremst vegna þess að hún bæri þetta hrottalega nafn. Þrotlaus rannsóknarvinna hefur enn ekki leitt í ljós að þessi hljómsveit sé til. Þannig að ég í sönnum framkvæmda- og kaupfélagsanda ákvað að stofna hana ekki seinna en núna. Við kynnum því til sögunar hljómsveitina:
Innblásinn af áðurnefndum anda riggaði ég upp þessu svakalega lógói í Microsoft Word. Ekki nóg með það heldur er komin mæspays-síða: www.myspace.com/magmachamber. Þar er strax hægt að finna hjartnæman flutning söngvarans (og eina meðlims eins og er) Willy Death á hinum klassíska smelli Maríuh Carey, Without you, sem einhverjir æstir lesendur Krappetíkrappsins gætu kannast við frá fyrri tíð. Eitt er víst að hljómsveitin MagmaChamber á glæsta framtíð fyrir höndum sér, enda ekki hægt annað með þetta svakalega nafn. Meðlimir pressunnar eru allavega nú þegar farnir að kalla hana "the most awesome Icelandic export since Mezzoforte."
Innblásinn af áðurnefndum anda riggaði ég upp þessu svakalega lógói í Microsoft Word. Ekki nóg með það heldur er komin mæspays-síða: www.myspace.com/magmachamber. Þar er strax hægt að finna hjartnæman flutning söngvarans (og eina meðlims eins og er) Willy Death á hinum klassíska smelli Maríuh Carey, Without you, sem einhverjir æstir lesendur Krappetíkrappsins gætu kannast við frá fyrri tíð. Eitt er víst að hljómsveitin MagmaChamber á glæsta framtíð fyrir höndum sér, enda ekki hægt annað með þetta svakalega nafn. Meðlimir pressunnar eru allavega nú þegar farnir að kalla hana "the most awesome Icelandic export since Mezzoforte."
25.8.07
Lifrarpylsukrapp
Á austustu útnesjum landsins skilst mér að séu sjávarþorp þar sem fólk heimsæki hvort annað gjarnan með frosinn sláturkepp og brennivínsflösku meðferðis, og úr því spretti oft heilmikið extravaganza. Í gærkvöldi virðist einn þorpsbúi hafa villst af leið því hann bankaði upp á í höfuðstöðvum Krappetíkrappsins aðframkominn af brennivíns- og sláturþörf.
Þorparanum var að sjálfsögðu boðið inn fyrir dyrakarminn, keppurinn settur í pott og látinn malla í tvo tíma, og á meðan þreyttar ýmsar íþróttir í hinni síglansandi leikjatölvu Nintendo Wii, sem þorpsbúanum þótti að sjálfsögðu hið undarlegasta fyrirbrigði. Á endanum var keppnum slátrað og skolað niður með úrvals dönskum gaddavír, við mikinn fögnuð bæði Krappetíkrappsins og þorpbúans.
Þorparanum var að sjálfsögðu boðið inn fyrir dyrakarminn, keppurinn settur í pott og látinn malla í tvo tíma, og á meðan þreyttar ýmsar íþróttir í hinni síglansandi leikjatölvu Nintendo Wii, sem þorpsbúanum þótti að sjálfsögðu hið undarlegasta fyrirbrigði. Á endanum var keppnum slátrað og skolað niður með úrvals dönskum gaddavír, við mikinn fögnuð bæði Krappetíkrappsins og þorpbúans.
22.8.07
Roskilde-krapp III: Karólínukrapp
Í upphafi þessarar frásagnar er útsendari Krappetíkrappsins vaðandi hnausþykka leðjuna fyrir framan appelsínugula sviðið á Roskilde 2007, með eftirvæntinguna í botni fyrir komandi stórtónleika eyðimerkurrokkaranna í Queens of the stone age. Títtnefndur útsendari hefur hingað til talið sig frekar dagfarsprúðan mann, og kom það því honum töluvert á óvart að heyra öskrað á sig úr fjarska:
"HEY SJÁIÐ ÞARNA ER VILLI SEM ER ALLTAF Á KAFFI KARÓLÍNU"
Í framhaldinu veittist skari íslenskra ungmenna að útsendaranum og trúðu greinilega varla sínum eigin augum að sjá svona fornfrægan mann á vappi í útlöndum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Við nánari eftirgrennslan reyndust þarna vera menntaskólakrakkar frá Akureyri á ferðinni sem höfðu greinilega fengið þessa ímynd af útsendaranum eftir að hafa stundað þetta ágæta kaffihús ágætlega grimmt síðastliðinn vetur. Gaman að því að þegar útsendarinn var á þeirra aldri þá hét "kallinn sem er alltaf á Karólínu" Jón Laxdal og var listamaður. Kannski er útsendarinn á góðri leið með að verða Jón Laxdal krúttkynslóðarinnar?
Að launum þá hlotnast þessu eiturhressa menntaskólaliði sá vafalausi heiður að njóta myndbirtingar á Krappetíkrappinu.
Í þessu samhengi má einnig benda á frekara Roskilde-krapp, krapp 1 og krapp 2.
8.8.07
München-krapp: Zugspitze-Österreich Tagesausflüge
Einum atburði sumarsins hefur hingað til ekki verið gerð nógu góð skil á Krappetíkrappinu en það er þegar æðstiprestur väfsätursins (s)krapp í hressingarvist til þeirra frómu skötuhjúa Brynjars og Ástu á Mjaðarvöllum í Bæverjalandi. Úr því verður nú bætt.
Yfirferðin hefst þegar búið var að redda splúnkunýrri Samsúng digitalkameru og því orðið mögulegt að dokúmentera reisuna fyrir alvöru. Þá skelltu Brynjar og æðstipresturinn sér í svokallað Tagesausflüge, þ.e. dagsferð út fyrir bæjarmörkin.
Rennt var út á átóbaninn og stefnan tekin rakleiðis á þýsku Alpana.
Það dugði ekkert annað en þriðja-flottasta módelið af BMW jeppa til að ferja okkur á milli staða.
Fyrsta stopp var hvorki meira né minna en hæsti tindur Þýskalands, Zugspitze. Hér sést Brynjaræja (á? eyja?) taka pásu á leiðinni upp. Að sjálfsögðu var tindurinn klifinn á tveimur jafnfljótum. Það er bara einhver ljósbrella að það virðist glitta í lest þarna lengst til hægri á myndinni.
Á fyrsta áningarstað reisuðum við upp í hæstu kaþólsku kirkju í Þýskalandi. Brynjar vann.
Þar gafst svo upplagt tækifæri til sjálfsmyndatöku.
Eftir stutta schnitzel-pásu var haldið upp á tindinn. Þar var svo útsýni til allra átta. Hér sést Brynjar líta dreyminn á svip yfir til Austurríkis og Ítalíu.
Hann var sáttur við að upplifa hæsta bjórgarð Þýskalands.
Ekki nóg með það heldur var þarna líka hæsta internettenging Þýskalands. Skilst að þúsundir þjóðverja leggi leið sína upp á tindinn til að upplifa þá geggjun að senda tölvupóst úr 3.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Það sést líka á sturluðum svip þessara þjóðverja að sú lífsreynsla er engu lík.
Það var boðið upp á vír til að hanga í á leiðinni niður. Það var ágætt.
Við borguðum svo hátt í 10 evrur í vegatoll fyrir að fá að keyra inn í Austurríki og eyða u.þ.b. 30 mínútum þar. Það var alveg þess virði. Verst að þeir skuli ennþá ríghalda í gamlar og úreldar hefðir eins og hraðatakmarkanir úti á þjóðvegum.
Eitthvað þýskt keisara-nöttkeis lét reisa þennan kastala. Hann var fínn allavega svona úr fjarlægð. En bé-emm-vaffinn er samt svakalegur. Að ekki sé minnst á Brynjar.
Síðasti viðkomustaður var svo Andechs-klaustrið, sem vill svo skemmtilega til að er með sína eigins bruggverksmiðju.
Til að ná upp þorstanum skruppum við upp í kirkjuturninn. Það reyndist mjög praktísk hugmynd að klára það af áður en bjórgarðurinn var tekinn fyrir.
Mikill sviti og þorsti braust út.
Turninn sigraður.
Til tilbreytingar þá var bjórinn drukkinn úr svokölluðum dverg-krúsum sem aðeins innihalda 0.5 lítra af öli.
Brynjar fékk að pósa með krúsinni, en gat því miður ekki stundað mikla drykkju vegna skuldbindinga sinna við bé-emm-vaffinn.
Samband Brynjars og æðstaprests Krappetíkrappsins komst svo á æðra stig þegar þessi sniðugi fídus uppgötvaðist á nýju samsúng digitalkamerunni.
Yfirferðin verður ekki lengi í bili, en æstir lesendur eru eindregið beðnir að sýna biðlund, von er á frekari æstum myndaseríum úr þessari orlofsferð frekar fyrr en síðar. Þangað til er bent á umfjöllun mjaðarvallafurstans um þessa reisu.
*********************************
Verslunarmannahelgin var annars einkar ljúf og þægileg. Ég stundaði það þó grimmt að veita tjaldvörðum skátahreyfingarinnar nauðsynlegt aðhald eins og RobbiK hefur þegar gert að umtalsefni. Mér hefði annars fundist eðlilegra að fólki í mínum árgangi hefði verið meinaður aðgangur að tjaldstæðunum núna í ár, því við vorum auðvitað á aldrinum 18-23 ára þegar Halló Ak var hvað suddalegust upp úr '96 og eigum stærstan þátt í að gera hana að þessu gómorríska svallpartíi sem hún hefur verið undanfarin ár. Það væri þá eðlilegast að refsa okkur núna með því að útiloka okkur frá tjaldstæðum, tívólíum og skyndibitastöðum, en ekki þessu ljúfa unga fólki sem hefur aldrei og mun aldrei gera flugu mein.
Yfirferðin hefst þegar búið var að redda splúnkunýrri Samsúng digitalkameru og því orðið mögulegt að dokúmentera reisuna fyrir alvöru. Þá skelltu Brynjar og æðstipresturinn sér í svokallað Tagesausflüge, þ.e. dagsferð út fyrir bæjarmörkin.
Rennt var út á átóbaninn og stefnan tekin rakleiðis á þýsku Alpana.
Það dugði ekkert annað en þriðja-flottasta módelið af BMW jeppa til að ferja okkur á milli staða.
Fyrsta stopp var hvorki meira né minna en hæsti tindur Þýskalands, Zugspitze. Hér sést Brynjar
Á fyrsta áningarstað reisuðum við upp í hæstu kaþólsku kirkju í Þýskalandi. Brynjar vann.
Þar gafst svo upplagt tækifæri til sjálfsmyndatöku.
Eftir stutta schnitzel-pásu var haldið upp á tindinn. Þar var svo útsýni til allra átta. Hér sést Brynjar líta dreyminn á svip yfir til Austurríkis og Ítalíu.
Hann var sáttur við að upplifa hæsta bjórgarð Þýskalands.
Ekki nóg með það heldur var þarna líka hæsta internettenging Þýskalands. Skilst að þúsundir þjóðverja leggi leið sína upp á tindinn til að upplifa þá geggjun að senda tölvupóst úr 3.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Það sést líka á sturluðum svip þessara þjóðverja að sú lífsreynsla er engu lík.
Það var boðið upp á vír til að hanga í á leiðinni niður. Það var ágætt.
Við borguðum svo hátt í 10 evrur í vegatoll fyrir að fá að keyra inn í Austurríki og eyða u.þ.b. 30 mínútum þar. Það var alveg þess virði. Verst að þeir skuli ennþá ríghalda í gamlar og úreldar hefðir eins og hraðatakmarkanir úti á þjóðvegum.
Eitthvað þýskt keisara-nöttkeis lét reisa þennan kastala. Hann var fínn allavega svona úr fjarlægð. En bé-emm-vaffinn er samt svakalegur. Að ekki sé minnst á Brynjar.
Síðasti viðkomustaður var svo Andechs-klaustrið, sem vill svo skemmtilega til að er með sína eigins bruggverksmiðju.
Til að ná upp þorstanum skruppum við upp í kirkjuturninn. Það reyndist mjög praktísk hugmynd að klára það af áður en bjórgarðurinn var tekinn fyrir.
Mikill sviti og þorsti braust út.
Turninn sigraður.
Til tilbreytingar þá var bjórinn drukkinn úr svokölluðum dverg-krúsum sem aðeins innihalda 0.5 lítra af öli.
Brynjar fékk að pósa með krúsinni, en gat því miður ekki stundað mikla drykkju vegna skuldbindinga sinna við bé-emm-vaffinn.
Samband Brynjars og æðstaprests Krappetíkrappsins komst svo á æðra stig þegar þessi sniðugi fídus uppgötvaðist á nýju samsúng digitalkamerunni.
Yfirferðin verður ekki lengi í bili, en æstir lesendur eru eindregið beðnir að sýna biðlund, von er á frekari æstum myndaseríum úr þessari orlofsferð frekar fyrr en síðar. Þangað til er bent á umfjöllun mjaðarvallafurstans um þessa reisu.
*********************************
Verslunarmannahelgin var annars einkar ljúf og þægileg. Ég stundaði það þó grimmt að veita tjaldvörðum skátahreyfingarinnar nauðsynlegt aðhald eins og RobbiK hefur þegar gert að umtalsefni. Mér hefði annars fundist eðlilegra að fólki í mínum árgangi hefði verið meinaður aðgangur að tjaldstæðunum núna í ár, því við vorum auðvitað á aldrinum 18-23 ára þegar Halló Ak var hvað suddalegust upp úr '96 og eigum stærstan þátt í að gera hana að þessu gómorríska svallpartíi sem hún hefur verið undanfarin ár. Það væri þá eðlilegast að refsa okkur núna með því að útiloka okkur frá tjaldstæðum, tívólíum og skyndibitastöðum, en ekki þessu ljúfa unga fólki sem hefur aldrei og mun aldrei gera flugu mein.
29.7.07
Hraunsvatnskrapp
Útsendari Krappetíkrappsins brá fyrir sig betri fætinum í gær og reyndi fyrir sér í stangveiði í hinu legendaríska Hraunsvatni í Öxnadal ásamt útivistargörpunum Rúnari L. og Gunna Jóh.
Veiðimenn voru með eindæmum ferskir eftir röltið upp að vatninu.
Á þessum tímapunkti hafði útsendari Krappetíkrappsins orðið fyrir fyrstu skordýraárás dagsins. Þegar göngumenn nálguðust vatnið fann hann stingandi sársauka aftan á vinstra læri, og gaf í framhaldinu frá sér einkar kvenleg kvalaóp sem óstaðfestar fregnir herma hafi heyrst alla leið úti á Dalvík. Orsök kvalanna reyndist svo hafa verið óskilgreindur bitvargur sem hafði smeygt sér inn um buxnaskálm útsendarans og japlað með áfergju á bragðgóðu aftanálærisholdi hans. Útsendarinn harkaði þó þetta áfall af sér af einskærri karlmennsku og tvíefldist í veiðimennskunni.
Orðið á götunni var að besta veiðivonin væri inni í botni dalsins.
Þar var þetta líka fína útsýni út að Hraundröngum.
Þegar búið er að festa spúninn í botni vatnsins er mjög hentugt að hafa Harrý Potter 7 til að glugga í á meðan beðið er eftir prófessjónal aðstoð við að losa spúninn.
Kassmæer.
G. Jóh að störfum.
Fyrsti fengur dagsins var þessi fína 160 gramma bleikja.
Rúnar L. að störfum.
Bara ef útsendari Krappetíkrappsins hefði eytt brotabroti af þeim tíma í veiðimennsku sem fór í sjálfsmyndatöku þá hefði fengur ferðarinnar örugglega slegið öll met.
Sjá síðustu athugasemd.
Eyfirskir annálar segja frá forneskju mikilli sem á að hafa orðið innlyksa er dalurinn lokaðist í miklum skriðuföllum og fylltist brátt af vatni. Forneskjan á að hafa aðlagast breyttum aðstæðum og lifað að mestu leyti undir vatnsyfirborðinu. Eftir landnám þá komst forneskjan í feitt þegar öxndælskir bændadurgar fóru að sækja fisk í vatnið og urðu henni oftar en ekki að bráð er þeir réru grunlausir á vatninu.
Hér pósar Gunni Jóh. með téðri forneskju.
Gríðarlega atvinnumannslegur útbúnaður, s.s. vöðlur, tryggðu frábæran afla.
Mynd tekin af útsendaranum fyrir 2008 Krappetíkrapp dagatalið.
Gleðin var ríkjandi er halda átti heim á leið eftir góðan dag á þessum yndislega stað.
Næsta skref verður að sjálfsögðu að fá sér stangveiðileik í Wii-skrýmslið til að geta æft köstin heima í öryggi stofunnar laus við áreiti öxndælskra bitvarga. Verst að í stað þeirra koma skapillir Akureyrskir geitungar sem eru lítt skárri. Einn þeirra gerði sér einmitt lítið fyrir og boraði gat á olnboga útsendara Krappetíkrappsins þar sem hann sat á rúmstokki sínum í morgun og vissi sér einskis ills von. Kvenlegu ópin í það skiptið voru töluvert kraftmeiri en daginn áður ef eitthvað er. Þetta reyndist því heldur óhagstæð helgi skordýrabitslega séð fyrir greyið útsendarann.
Veiðimenn voru með eindæmum ferskir eftir röltið upp að vatninu.
Á þessum tímapunkti hafði útsendari Krappetíkrappsins orðið fyrir fyrstu skordýraárás dagsins. Þegar göngumenn nálguðust vatnið fann hann stingandi sársauka aftan á vinstra læri, og gaf í framhaldinu frá sér einkar kvenleg kvalaóp sem óstaðfestar fregnir herma hafi heyrst alla leið úti á Dalvík. Orsök kvalanna reyndist svo hafa verið óskilgreindur bitvargur sem hafði smeygt sér inn um buxnaskálm útsendarans og japlað með áfergju á bragðgóðu aftanálærisholdi hans. Útsendarinn harkaði þó þetta áfall af sér af einskærri karlmennsku og tvíefldist í veiðimennskunni.
Orðið á götunni var að besta veiðivonin væri inni í botni dalsins.
Þar var þetta líka fína útsýni út að Hraundröngum.
Þegar búið er að festa spúninn í botni vatnsins er mjög hentugt að hafa Harrý Potter 7 til að glugga í á meðan beðið er eftir prófessjónal aðstoð við að losa spúninn.
Kassmæer.
G. Jóh að störfum.
Fyrsti fengur dagsins var þessi fína 160 gramma bleikja.
Rúnar L. að störfum.
Bara ef útsendari Krappetíkrappsins hefði eytt brotabroti af þeim tíma í veiðimennsku sem fór í sjálfsmyndatöku þá hefði fengur ferðarinnar örugglega slegið öll met.
Sjá síðustu athugasemd.
Eyfirskir annálar segja frá forneskju mikilli sem á að hafa orðið innlyksa er dalurinn lokaðist í miklum skriðuföllum og fylltist brátt af vatni. Forneskjan á að hafa aðlagast breyttum aðstæðum og lifað að mestu leyti undir vatnsyfirborðinu. Eftir landnám þá komst forneskjan í feitt þegar öxndælskir bændadurgar fóru að sækja fisk í vatnið og urðu henni oftar en ekki að bráð er þeir réru grunlausir á vatninu.
Hér pósar Gunni Jóh. með téðri forneskju.
Gríðarlega atvinnumannslegur útbúnaður, s.s. vöðlur, tryggðu frábæran afla.
Mynd tekin af útsendaranum fyrir 2008 Krappetíkrapp dagatalið.
Gleðin var ríkjandi er halda átti heim á leið eftir góðan dag á þessum yndislega stað.
Næsta skref verður að sjálfsögðu að fá sér stangveiðileik í Wii-skrýmslið til að geta æft köstin heima í öryggi stofunnar laus við áreiti öxndælskra bitvarga. Verst að í stað þeirra koma skapillir Akureyrskir geitungar sem eru lítt skárri. Einn þeirra gerði sér einmitt lítið fyrir og boraði gat á olnboga útsendara Krappetíkrappsins þar sem hann sat á rúmstokki sínum í morgun og vissi sér einskis ills von. Kvenlegu ópin í það skiptið voru töluvert kraftmeiri en daginn áður ef eitthvað er. Þetta reyndist því heldur óhagstæð helgi skordýrabitslega séð fyrir greyið útsendarann.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)