Það er fátt hallærislegra en fólk sem heldur úti einhversskonar heimasíðu og rýfur langa þögn bara til að segja hvað það er haldið mikilli leti og leiða. Krappetíkrappið, sem miðpunktur afþreyingar á veraldarvefnum, mun aldrei falla í þessa gryfju.
Til að halda sig innan leti-þemans þá fylgir þessu krappi 10 ára gömul mynd af ungum manni og kettinum hans. Fallegra samband manns og dýrs hefur örugglega aldrei sést á jarðkringlunni fyrr né síðar. Enda hlaut kötturinn ekki viðurnefnið "Búbúkisi" fyrir ekki neitt.
En aðaltilgangurinn með þessu öllu saman er að sjálfsögðu að tryggja að allar afmæliskveðjurnar sem ég fæ á morgun muni ekki hanga á einhverri eldgamalli færslu.
30.10.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli