22.8.07

Roskilde-krapp III: Karólínukrapp



Í upphafi þessarar frásagnar er útsendari Krappetíkrappsins vaðandi hnausþykka leðjuna fyrir framan appelsínugula sviðið á Roskilde 2007, með eftirvæntinguna í botni fyrir komandi stórtónleika eyðimerkurrokkaranna í Queens of the stone age. Títtnefndur útsendari hefur hingað til talið sig frekar dagfarsprúðan mann, og kom það því honum töluvert á óvart að heyra öskrað á sig úr fjarska:

"HEY SJÁIÐ ÞARNA ER VILLI SEM ER ALLTAF Á KAFFI KARÓLÍNU"

Í framhaldinu veittist skari íslenskra ungmenna að útsendaranum og trúðu greinilega varla sínum eigin augum að sjá svona fornfrægan mann á vappi í útlöndum eins og ekkert væri sjálfsagðara. Við nánari eftirgrennslan reyndust þarna vera menntaskólakrakkar frá Akureyri á ferðinni sem höfðu greinilega fengið þessa ímynd af útsendaranum eftir að hafa stundað þetta ágæta kaffihús ágætlega grimmt síðastliðinn vetur. Gaman að því að þegar útsendarinn var á þeirra aldri þá hét "kallinn sem er alltaf á Karólínu" Jón Laxdal og var listamaður. Kannski er útsendarinn á góðri leið með að verða Jón Laxdal krúttkynslóðarinnar?



Að launum þá hlotnast þessu eiturhressa menntaskólaliði sá vafalausi heiður að njóta myndbirtingar á Krappetíkrappinu.



Í þessu samhengi má einnig benda á frekara Roskilde-krapp, krapp 1 og krapp 2.

Engin ummæli: