Yfirferðin hefst þegar búið var að redda splúnkunýrri Samsúng digitalkameru og því orðið mögulegt að dokúmentera reisuna fyrir alvöru. Þá skelltu Brynjar og æðstipresturinn sér í svokallað Tagesausflüge, þ.e. dagsferð út fyrir bæjarmörkin.
Rennt var út á átóbaninn og stefnan tekin rakleiðis á þýsku Alpana.
Það dugði ekkert annað en þriðja-flottasta módelið af BMW jeppa til að ferja okkur á milli staða.
Fyrsta stopp var hvorki meira né minna en hæsti tindur Þýskalands, Zugspitze. Hér sést Brynjar
Á fyrsta áningarstað reisuðum við upp í hæstu kaþólsku kirkju í Þýskalandi. Brynjar vann.
Þar gafst svo upplagt tækifæri til sjálfsmyndatöku.
Eftir stutta schnitzel-pásu var haldið upp á tindinn. Þar var svo útsýni til allra átta. Hér sést Brynjar líta dreyminn á svip yfir til Austurríkis og Ítalíu.
Hann var sáttur við að upplifa hæsta bjórgarð Þýskalands.
Ekki nóg með það heldur var þarna líka hæsta internettenging Þýskalands. Skilst að þúsundir þjóðverja leggi leið sína upp á tindinn til að upplifa þá geggjun að senda tölvupóst úr 3.000 metra hæð yfir sjávarmáli. Það sést líka á sturluðum svip þessara þjóðverja að sú lífsreynsla er engu lík.
Það var boðið upp á vír til að hanga í á leiðinni niður. Það var ágætt.
Við borguðum svo hátt í 10 evrur í vegatoll fyrir að fá að keyra inn í Austurríki og eyða u.þ.b. 30 mínútum þar. Það var alveg þess virði. Verst að þeir skuli ennþá ríghalda í gamlar og úreldar hefðir eins og hraðatakmarkanir úti á þjóðvegum.
Eitthvað þýskt keisara-nöttkeis lét reisa þennan kastala. Hann var fínn allavega svona úr fjarlægð. En bé-emm-vaffinn er samt svakalegur. Að ekki sé minnst á Brynjar.
Síðasti viðkomustaður var svo Andechs-klaustrið, sem vill svo skemmtilega til að er með sína eigins bruggverksmiðju.
Til að ná upp þorstanum skruppum við upp í kirkjuturninn. Það reyndist mjög praktísk hugmynd að klára það af áður en bjórgarðurinn var tekinn fyrir.
Mikill sviti og þorsti braust út.
Turninn sigraður.
Til tilbreytingar þá var bjórinn drukkinn úr svokölluðum dverg-krúsum sem aðeins innihalda 0.5 lítra af öli.
Brynjar fékk að pósa með krúsinni, en gat því miður ekki stundað mikla drykkju vegna skuldbindinga sinna við bé-emm-vaffinn.
Samband Brynjars og æðstaprests Krappetíkrappsins komst svo á æðra stig þegar þessi sniðugi fídus uppgötvaðist á nýju samsúng digitalkamerunni.
Yfirferðin verður ekki lengi í bili, en æstir lesendur eru eindregið beðnir að sýna biðlund, von er á frekari æstum myndaseríum úr þessari orlofsferð frekar fyrr en síðar. Þangað til er bent á umfjöllun mjaðarvallafurstans um þessa reisu.
*********************************
Verslunarmannahelgin var annars einkar ljúf og þægileg. Ég stundaði það þó grimmt að veita tjaldvörðum skátahreyfingarinnar nauðsynlegt aðhald eins og RobbiK hefur þegar gert að umtalsefni. Mér hefði annars fundist eðlilegra að fólki í mínum árgangi hefði verið meinaður aðgangur að tjaldstæðunum núna í ár, því við vorum auðvitað á aldrinum 18-23 ára þegar Halló Ak var hvað suddalegust upp úr '96 og eigum stærstan þátt í að gera hana að þessu gómorríska svallpartíi sem hún hefur verið undanfarin ár. Það væri þá eðlilegast að refsa okkur núna með því að útiloka okkur frá tjaldstæðum, tívólíum og skyndibitastöðum, en ekki þessu ljúfa unga fólki sem hefur aldrei og mun aldrei gera flugu mein.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli