Oft hefur verið minnst á tímamótalistaverkið Man Eats Cake! á þessari síðu, þó alls ekki of oft. Við síðasta krapp kom athugasemd frá föður mínum sem kvað sig hafa verið nr. 281 í röðinni að upplifa herlegheitin. Núverandi tala er 306, sem verður að teljast viðunandi árangur. En betur má ef duga skal. Annars gaman að sjá föður minn opinbera sig sem einn af æstum lesendum Krappetíkrappsins. Núna þarf móðir mín bara að stofna moggablogg og fara að blogga ótt og títt um lífið í bloggheimum, og þá myndi ég telja þau opinberlega innvígð í 21. öldina.
Þessi mynd var annars tekin síðastliðið laugardagskvöld, þar sem hópur manna sést í andakt fylgjast með myndbandinu Man Eats Cake! útspila sig á tölvuskjánum.
Ljósmyndin ætti endanlega að eyða öllum efa um skemmtanagildi þessa listaverks. Jón Fannar virðist alltént eiga ákaflega erfitt með að hemja sig í gleðinni.
Annar hvor þessara herramanna var að vinna stóran pott.
Maðurinn í jakkafötunum vann.
Maðurinn í Machine Head-bolnum vann ekki.
14.11.07
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli