Svíakrapp
Í saenska ríkinu er haegt ad kaupa bjór sem heitir "Monty Python´s Holy Grail", nema thad er búid ad krassa yfir "Gr" í "Grail". Gettit? Grídarlega hnyttinn bjór og örugglega grídarlega exxxótískur á bragdid.
Eru ekki annars allir lesendur Krappetíkrappsins búnir ad nidurhala ULTIMATE TÍU ÞÚSUND? Fungerar den eller inte?
23.12.03
21.12.03
ULTIMATE TÍU ÞÚSUND mættur á svæðið
Hið langþráða teningaspil ULTIMATE TÍU ÞÚSUND er loksins reiðubúið fyrir niðurhal. Má segja að þetta sé yólagjöf Krappetíkrappsins til íslensku þjóðarinnar.
Hér eru herlegheitin í innlendu niðurhali, það þarf að sækja og keyra fyrri skrána til að leikurinn virki.
System ríkvæerments: Relatívt ferskt Windóws og relatívt fersk tölva.
Microsoft .NET Freimwörk 25MB (nauðsynlegt)
ULTIMATE TÍU ÞÚSUND uppsetningarpakki 1.5MB
Njótið heil... ég er farinn til Svíþjóðar að borða kjötbollur og bið að heilsa í bili.
Hið langþráða teningaspil ULTIMATE TÍU ÞÚSUND er loksins reiðubúið fyrir niðurhal. Má segja að þetta sé yólagjöf Krappetíkrappsins til íslensku þjóðarinnar.
Hér eru herlegheitin í innlendu niðurhali, það þarf að sækja og keyra fyrri skrána til að leikurinn virki.
System ríkvæerments: Relatívt ferskt Windóws og relatívt fersk tölva.
Microsoft .NET Freimwörk 25MB (nauðsynlegt)
ULTIMATE TÍU ÞÚSUND uppsetningarpakki 1.5MB
Njótið heil... ég er farinn til Svíþjóðar að borða kjötbollur og bið að heilsa í bili.
15.12.03
Ofátskrapp
Fyrst Hafdís fór sjö ferðir á jólahlaðborðinu þá þýðir það að ég hef farið átta. Krapp. Í tilefni af því bætti ég henni inn á "Gott krapp" listann ásamt Óla bróður hennar í skiptum fyrir Huginn sem hefur ekki látið í sér heyra í hátt á fimmta ár.
Fannst Billy Graham vera að beina orðum sínum extra mikið að mér á Aksjón um daginn þegar hann húðskammaði hjörð sína fyrir að vera átsvelgir og eiga skilið að brenna í eldum vítis. Ég hef kannski ekki verið að ímynda mér það.
Fyrst Hafdís fór sjö ferðir á jólahlaðborðinu þá þýðir það að ég hef farið átta. Krapp. Í tilefni af því bætti ég henni inn á "Gott krapp" listann ásamt Óla bróður hennar í skiptum fyrir Huginn sem hefur ekki látið í sér heyra í hátt á fimmta ár.
Fannst Billy Graham vera að beina orðum sínum extra mikið að mér á Aksjón um daginn þegar hann húðskammaði hjörð sína fyrir að vera átsvelgir og eiga skilið að brenna í eldum vítis. Ég hef kannski ekki verið að ímynda mér það.
ULTIMATE TÍUÞÚSUND-krapp
Hilmir snýr heim er ekki eini stórviðburðurinn á sviði lista og menningar sem heimurinn fær að upplifa þessi jólin. Von er á hinu últrafróma tölvuspili ULTIMATE TÍUÞÚSUND á markaðinn, sem hefur verið í gríðarlega stöðugri þróun síðastliðinn mánuð.
Til að sefa sárasta hungrið presenteras hérmeð eilítill skermsdump af þessari snilld. Stei tjúnd á þessari síðu til að verða með þeim fyrstu til að niðurhala þessum menningarviðburði ársins þegar honum verður sleppt.
Hilmir snýr heim er ekki eini stórviðburðurinn á sviði lista og menningar sem heimurinn fær að upplifa þessi jólin. Von er á hinu últrafróma tölvuspili ULTIMATE TÍUÞÚSUND á markaðinn, sem hefur verið í gríðarlega stöðugri þróun síðastliðinn mánuð.
Til að sefa sárasta hungrið presenteras hérmeð eilítill skermsdump af þessari snilld. Stei tjúnd á þessari síðu til að verða með þeim fyrstu til að niðurhala þessum menningarviðburði ársins þegar honum verður sleppt.
7.12.03
22.11.03
Tímamótakrapp
Dyggum lesendum Krappetíkrappsins skal bent á það að um þessar mundir eru heil 10 ár síðan sértrúarsöfnuðurinn Molinn ruddi sér til rúms á íslenskum markaði. Ekkert nema gott um það að segja. Hamingjuóskum skal beint til Æðstaprestsins.
Dyggum lesendum Krappetíkrappsins skal bent á það að um þessar mundir eru heil 10 ár síðan sértrúarsöfnuðurinn Molinn ruddi sér til rúms á íslenskum markaði. Ekkert nema gott um það að segja. Hamingjuóskum skal beint til Æðstaprestsins.
18.11.03
Sürströmmingkrapp
Um daginn fyllti ég heil 25 ár, og eins og vera ber þá ákvað ég að vera að heiman á afmælisdaginn. Dugði þá ekkert annað en að bregða mér til Svíþjóðar þar sem ég dvaldi í góðu yfirlæti, skrapp meiraðsegja til Skaufabæjar í brjáluðu nostalgíuflippi og hitti þar margt gott fólk og át eina mjög slæma kebab-pítsu (mín mistök að láta plata mig á vitlausan veitingastað, mér sem var búið að dreyma blauta båtpizzudrauma í mánuð áður en ég lagði af stað í ferðina (fyrir óinnsetta þá er båtpizza aðaltrompið á matseðli veitingahússins Kryddunnar, sem hefur það sérkenni að vera í laginu eins og bátur (þ.e. pítsan))).
En slæmt kebab var ekki það eina sem ég át. Heima hjá afa og ömmu hönnu fékk ég að upplifa einn þann hrottalegasta munnbita sem ég hef á ævinni látið upp í mig. Þarna er ég að referera til hins alræmda matréttar SURSTRÖMMING, sem er einhverskonar síld sem er búið að láta morkna, salta örlítið, og síðan látin morkna töluvert lengur. Lyktin er slæm, en bragðið er verra. Þó ég væri búinn að kaffæra þessu litla sem ég át í brauði, kartöflum og miklu af lauk, þá endaði þetta með hatrammri baráttu á milli surströmmingbitans á leiðinni niður, og öllu því sem ég hafði innbyrt um daginn á leiðinni upp. Sem betur fer þá hafði surströmmingið yfirhöndina og eldhúsborðinu var bjargað frá bráðum bana.
Lesendum Krappetíkrappsins til varnaðar þá lítur surströmmingbaukur svona út. Verst að það er ekki búið að finna upp smell-o-scope plugin í bráwsera, þá væri hægt að láta fnykinn fljóta með og þarmeð upplifa þetta ohgeath til fullnustu.
Þess má geta að afi hennar Hönnu át átta flök. Hann er sko töffari.
Um daginn fyllti ég heil 25 ár, og eins og vera ber þá ákvað ég að vera að heiman á afmælisdaginn. Dugði þá ekkert annað en að bregða mér til Svíþjóðar þar sem ég dvaldi í góðu yfirlæti, skrapp meiraðsegja til Skaufabæjar í brjáluðu nostalgíuflippi og hitti þar margt gott fólk og át eina mjög slæma kebab-pítsu (mín mistök að láta plata mig á vitlausan veitingastað, mér sem var búið að dreyma blauta båtpizzudrauma í mánuð áður en ég lagði af stað í ferðina (fyrir óinnsetta þá er båtpizza aðaltrompið á matseðli veitingahússins Kryddunnar, sem hefur það sérkenni að vera í laginu eins og bátur (þ.e. pítsan))).
En slæmt kebab var ekki það eina sem ég át. Heima hjá afa og ömmu hönnu fékk ég að upplifa einn þann hrottalegasta munnbita sem ég hef á ævinni látið upp í mig. Þarna er ég að referera til hins alræmda matréttar SURSTRÖMMING, sem er einhverskonar síld sem er búið að láta morkna, salta örlítið, og síðan látin morkna töluvert lengur. Lyktin er slæm, en bragðið er verra. Þó ég væri búinn að kaffæra þessu litla sem ég át í brauði, kartöflum og miklu af lauk, þá endaði þetta með hatrammri baráttu á milli surströmmingbitans á leiðinni niður, og öllu því sem ég hafði innbyrt um daginn á leiðinni upp. Sem betur fer þá hafði surströmmingið yfirhöndina og eldhúsborðinu var bjargað frá bráðum bana.
Lesendum Krappetíkrappsins til varnaðar þá lítur surströmmingbaukur svona út. Verst að það er ekki búið að finna upp smell-o-scope plugin í bráwsera, þá væri hægt að láta fnykinn fljóta með og þarmeð upplifa þetta ohgeath til fullnustu.
Þess má geta að afi hennar Hönnu át átta flök. Hann er sko töffari.
20.10.03
Úranauðganakrapp
Karl faðir minn kom auga á þessa fyrirsögn í DV í dag. Ég trúi hreinlega ekki öðru en að sá sem setti þetta inn hafi verið meðvitaður um þessa hressandi tvíræðni:
Þetta hlýtur að vera hið besta mál fyrir greyið úrin gæti ég trúað, eftir áralanga misnotkun. Það er ekki fyrren lesandinn kemst lengra í greininni að eftirfarandi skýring kemur:
"...Íranar kynnu að hætta að auðga úran ef þeir fengju að halda í kjarnorkuáætlun sína...".
Hressandi! Ef Gísli Marteinn væri alltaf með "heddlæns" í hverri viku þá myndi ég ekki hika við að senda honum þetta.
Karl faðir minn kom auga á þessa fyrirsögn í DV í dag. Ég trúi hreinlega ekki öðru en að sá sem setti þetta inn hafi verið meðvitaður um þessa hressandi tvíræðni:
Íhuga að hætta úranauðgun
Þetta hlýtur að vera hið besta mál fyrir greyið úrin gæti ég trúað, eftir áralanga misnotkun. Það er ekki fyrren lesandinn kemst lengra í greininni að eftirfarandi skýring kemur:
"...Íranar kynnu að hætta að auðga úran ef þeir fengju að halda í kjarnorkuáætlun sína...".
Hressandi! Ef Gísli Marteinn væri alltaf með "heddlæns" í hverri viku þá myndi ég ekki hika við að senda honum þetta.
18.10.03
Geirakrapp
Krappetíkrappið getur ekki annað en bætt örlitlu við í öfluga veggmyndaflóru Geira kippu, hérmeð kynnum við til sögunnar tvær útgáfur af "Einbeitta Geira" og eina útgáfu af "Kreisí Geira".
Krappetíkrappið getur ekki annað en bætt örlitlu við í öfluga veggmyndaflóru Geira kippu, hérmeð kynnum við til sögunnar tvær útgáfur af "Einbeitta Geira" og eina útgáfu af "Kreisí Geira".
12.10.03
Skrýtlukrapp
Nokkuð sterk gamansaga hjá Überkommúnistanum. Gæti vel trúað því að hún sé jafnvel betri læv.
Nokkuð sterk gamansaga hjá Überkommúnistanum. Gæti vel trúað því að hún sé jafnvel betri læv.
Krækjukrapp
Ákvað fyrst ég var nú að þessu á annað borð að uppfæra krækjusafn síðunnar, eða það sem kallað er "Annað gott krapp". Ástæðan fyrir þessu er sífellt áreiti frá Tryggva Ex-ara, en það fyllti mælinn að hafa lent á krækjusvartalistanum hans átjánda skiptið í röð (þó það sé í raun ekkert annað en ódýr auglýsing, sama hversu effektív hún reynist).
Fyrir utan að þóknast Ex-aranum þá bætti ég við tveimur kröppum, honum Denna , en við vorum vistmenn á Hæli í Hrísey sumar eitt fyrir u.þ.b. 8 árum, og Bóbó Bear Ass, sem hefur helst sér til frægðar unnið að hafa dauðabreikað í hljómsveitinni OHGEATH við góðan orðstír. Held að það sé nokkuð ljóst að einn maður hefur aldrei í sögu krappsins krappað eins mikið og dauðabreikarinn. Þónokkuð gott krapp, þó það sé með öllu mannskemmandi. Finnst reyndar áhugaverð þetta bangsapabbablæti í honum og Überkommúnistanum, kannski eitthvað skapgerðarmönster þar á ferð.
ps. varðandi fyrirsögnina þá var ég töluvert lengi að velta því fyrir mér hvaða íslensku þýðingu á orðskrípinu "línkur" ég ætti að nota og notaði að sjálfsögðu þá sem reyndist hvað bragfræðilega rétt þegar hún var notuð í þessu samhengi. Verst að þetta þýðir víst að ég hef orðið fyrir meiri áhrifum frá Sverri Páli en ég hef hingað til viljað viðurkenna.
Ákvað fyrst ég var nú að þessu á annað borð að uppfæra krækjusafn síðunnar, eða það sem kallað er "Annað gott krapp". Ástæðan fyrir þessu er sífellt áreiti frá Tryggva Ex-ara, en það fyllti mælinn að hafa lent á krækjusvartalistanum hans átjánda skiptið í röð (þó það sé í raun ekkert annað en ódýr auglýsing, sama hversu effektív hún reynist).
Fyrir utan að þóknast Ex-aranum þá bætti ég við tveimur kröppum, honum Denna , en við vorum vistmenn á Hæli í Hrísey sumar eitt fyrir u.þ.b. 8 árum, og Bóbó Bear Ass, sem hefur helst sér til frægðar unnið að hafa dauðabreikað í hljómsveitinni OHGEATH við góðan orðstír. Held að það sé nokkuð ljóst að einn maður hefur aldrei í sögu krappsins krappað eins mikið og dauðabreikarinn. Þónokkuð gott krapp, þó það sé með öllu mannskemmandi. Finnst reyndar áhugaverð þetta bangsapabbablæti í honum og Überkommúnistanum, kannski eitthvað skapgerðarmönster þar á ferð.
ps. varðandi fyrirsögnina þá var ég töluvert lengi að velta því fyrir mér hvaða íslensku þýðingu á orðskrípinu "línkur" ég ætti að nota og notaði að sjálfsögðu þá sem reyndist hvað bragfræðilega rétt þegar hún var notuð í þessu samhengi. Verst að þetta þýðir víst að ég hef orðið fyrir meiri áhrifum frá Sverri Páli en ég hef hingað til viljað viðurkenna.
Dagblaðakrapp
Eftirfarandi fyrirsögn var birt á baksíðu Morgunblaðsins í gær:
"Ástamál flæktu líf Vilhjálms Stefánssonar"
Ég veit nú ekki af hverju Mogginn er endilega að flagga þessu í þátíð. Finnst nú að þeir ættu að uppdatera heimildamenn sína. Allavega eru ástamál ekkert hætt að flækja mitt líf frekar en annarra sem enn draga andann.
Þessi fyrirsögn fer í hóp blaðaúrklippna um líf mitt sem hafa áður birst með eftirtöldum fyrirsögnum:
"Amman bjargaði lífi Vilhjálms Stefánssonar"
"Staðfest að Vilhjálmur Stefánsson er faðirinn"
"Vilhjálmur lifir"
"Vilhjálmur fermdur"
Ég veit sennilega manna best hvernig er að lifa lífi undir gagnrýnu augliti fjölmiðlanna.
Eftirfarandi fyrirsögn var birt á baksíðu Morgunblaðsins í gær:
Ég veit nú ekki af hverju Mogginn er endilega að flagga þessu í þátíð. Finnst nú að þeir ættu að uppdatera heimildamenn sína. Allavega eru ástamál ekkert hætt að flækja mitt líf frekar en annarra sem enn draga andann.
Þessi fyrirsögn fer í hóp blaðaúrklippna um líf mitt sem hafa áður birst með eftirtöldum fyrirsögnum:
"Amman bjargaði lífi Vilhjálms Stefánssonar"
"Staðfest að Vilhjálmur Stefánsson er faðirinn"
"Vilhjálmur lifir"
"Vilhjálmur fermdur"
Ég veit sennilega manna best hvernig er að lifa lífi undir gagnrýnu augliti fjölmiðlanna.
23.9.03
BANZAI-krapp
Tók eftir því um daginn þegar ég var á miðju kafi í eilífu kanalsörfi mínu að SkjárEinn er búinn að heita því að sýna snilldarþættina Banzai í vetur, ég fagna því mjög. Sá nokkra af þessum þáttum út í Svíþjóð og þótti þeir argasta snilld (og er viss um að hinn frómi fyrrum-skaufabæjarbúi RobbiK er mér hjartanlega sammála í því).
Það er reyndar ákaflega erfitt að lýsa þessum þáttum eða í hverju snilldin er fólgin, ætli það sé ekki næst því að kalla þetta jackass með austurlensku ívafi. Hinir fjölmörgu lesendur Krappetíkrappsins eru alltént hvattir til að kynna sér þessa þætti ef þessi sjónvarpsstöð skyldi gera alvöru úr því að senda þá út.
Tók eftir því um daginn þegar ég var á miðju kafi í eilífu kanalsörfi mínu að SkjárEinn er búinn að heita því að sýna snilldarþættina Banzai í vetur, ég fagna því mjög. Sá nokkra af þessum þáttum út í Svíþjóð og þótti þeir argasta snilld (og er viss um að hinn frómi fyrrum-skaufabæjarbúi RobbiK er mér hjartanlega sammála í því).
Það er reyndar ákaflega erfitt að lýsa þessum þáttum eða í hverju snilldin er fólgin, ætli það sé ekki næst því að kalla þetta jackass með austurlensku ívafi. Hinir fjölmörgu lesendur Krappetíkrappsins eru alltént hvattir til að kynna sér þessa þætti ef þessi sjónvarpsstöð skyldi gera alvöru úr því að senda þá út.
20.9.03
18.9.03
Gunna Jóh krapp
Ei alls fyrir löngu héldu eðalþjónninn Gunni Jóh og eðalkommúnistinn Melli af stað í reisu mikla á farartæki af tegundinni "rússi". Ætlunin var að keyra á rússanum til Seyðisfjarðar og taka þaðan Norrænu til Kaupmannahafnar og rúnta þaðan um heiminn. Helsta óvissuþátturinn í ferðinni var hvort rússinn umtalaði myndi yfir höfuð endast til Seyðisfjarðar, en síðast þegar ég frétti hafði það allavega gengið eftir með glæsibrag, enda um eðalfarartæki að ræða.
Ástæðan fyrir að ég brydda upp á þessu er að Gunni Jóh er aldarfjórðungsgamall í dag, og þar sem hann er ekki náanlegur þá verð ég bara að kasta einu stykki afmæliskveðju út í frumskóg upplýsingahraðbrautarinnar og vona að hún nái til hans.
Hérna er hægt að nálgast nokkur augnablik frá brottför rússans.
Ei alls fyrir löngu héldu eðalþjónninn Gunni Jóh og eðalkommúnistinn Melli af stað í reisu mikla á farartæki af tegundinni "rússi". Ætlunin var að keyra á rússanum til Seyðisfjarðar og taka þaðan Norrænu til Kaupmannahafnar og rúnta þaðan um heiminn. Helsta óvissuþátturinn í ferðinni var hvort rússinn umtalaði myndi yfir höfuð endast til Seyðisfjarðar, en síðast þegar ég frétti hafði það allavega gengið eftir með glæsibrag, enda um eðalfarartæki að ræða.
Ástæðan fyrir að ég brydda upp á þessu er að Gunni Jóh er aldarfjórðungsgamall í dag, og þar sem hann er ekki náanlegur þá verð ég bara að kasta einu stykki afmæliskveðju út í frumskóg upplýsingahraðbrautarinnar og vona að hún nái til hans.
Hérna er hægt að nálgast nokkur augnablik frá brottför rússans.
9.9.03
3.9.03
Dansbandskrapp
Ætli heitmey mín til margra ára, frk. Banna Hlandon, átti sig á því að hún er stödd í sama landi og gefur af sér svona snilldarinnar músík?
Ætli heitmey mín til margra ára, frk. Banna Hlandon, átti sig á því að hún er stödd í sama landi og gefur af sér svona snilldarinnar músík?
2.9.03
Svíaserverskrapp
Þessi bévítans svíaserver sem ég setti þessar myndir á er gjörsamlega ekki að gera sig. Ég sé að það koma líka einhverjar krapp villur ef ég reyni að fara inn á heimasíðu Molans, eða Ohgeath, sem eru einnig á þessum krapp server. Ætli þeir séu búnir að uppgötva það að ég er löngu fluttur frá Svíþjóð og nota þessa aðferð til að hefna sín á mér í sænskum biturleika sínum. Það kæmi mér ekkert á óvart. En einhver á svo sannarlega eftir að gjalda fyrir þetta. Hvert eiga dyggir fylgjendur Molans að snúa sér ef þeir hafa ekki aðgang að hinni Heilögu Ritningu á alnetinu? Flestir ættu reyndar að kunna hana utanað en samt sem áður...
Þessi bévítans svíaserver sem ég setti þessar myndir á er gjörsamlega ekki að gera sig. Ég sé að það koma líka einhverjar krapp villur ef ég reyni að fara inn á heimasíðu Molans, eða Ohgeath, sem eru einnig á þessum krapp server. Ætli þeir séu búnir að uppgötva það að ég er löngu fluttur frá Svíþjóð og nota þessa aðferð til að hefna sín á mér í sænskum biturleika sínum. Það kæmi mér ekkert á óvart. En einhver á svo sannarlega eftir að gjalda fyrir þetta. Hvert eiga dyggir fylgjendur Molans að snúa sér ef þeir hafa ekki aðgang að hinni Heilögu Ritningu á alnetinu? Flestir ættu reyndar að kunna hana utanað en samt sem áður...
1.9.03
Meira myndakrapp
Svo virðist sem þessi sænski fasistasörver sem ég sett myndirnar á sé með einhverja stæla. Það koma einhver vinaleg "fæl not fánd" skilaboð á vinalegri sænsku ef ég smelli á þessa linka sem ég setti inn, hins vegar er hægt að kópera adddressuna, opna nýjan bráwser glugga, kópera hana þar inn og þannig ná í myndirnar. Þetta er svo mikið krapp að ég get vart orða bundist. Kannski akkúrat sú týpa af krappi sem þessi síða gefur sig út fyrir að miðla til umheimsins, þannig að þetta er máske hið besta mál.
Svo virðist sem þessi sænski fasistasörver sem ég sett myndirnar á sé með einhverja stæla. Það koma einhver vinaleg "fæl not fánd" skilaboð á vinalegri sænsku ef ég smelli á þessa linka sem ég setti inn, hins vegar er hægt að kópera adddressuna, opna nýjan bráwser glugga, kópera hana þar inn og þannig ná í myndirnar. Þetta er svo mikið krapp að ég get vart orða bundist. Kannski akkúrat sú týpa af krappi sem þessi síða gefur sig út fyrir að miðla til umheimsins, þannig að þetta er máske hið besta mál.
30.8.03
Halez och Räx krapp
Og fyrst ég er á annað borð í stuði þá vill jeg hjer presentera fallega mynd af þeim Johnson bræðrunum, Halez och Räx. Gaman að segja frá því að Halez var einmitt svo heppinn að vera að fara í hnéaðgerð sama dag og Fú Fæters tónleikarnir voru. Var þá úr vöndu að ráða fyrir mig að ráðstafa miðanum hans en svo skemmtilega vildi til að Geiri kippa var aleinn og miðalaus þannig að af einskærri góðmennsku minni þá seldi ég honum miðann. Og okraði næstum því ekki neitt. Nú þarf ég ekki að gera góðverk aftur næstu 39 árin.
En eftir sat Halez greyið með sárt hnéð. Það gengur bara betur næst.
Og fyrst ég er á annað borð í stuði þá vill jeg hjer presentera fallega mynd af þeim Johnson bræðrunum, Halez och Räx. Gaman að segja frá því að Halez var einmitt svo heppinn að vera að fara í hnéaðgerð sama dag og Fú Fæters tónleikarnir voru. Var þá úr vöndu að ráða fyrir mig að ráðstafa miðanum hans en svo skemmtilega vildi til að Geiri kippa var aleinn og miðalaus þannig að af einskærri góðmennsku minni þá seldi ég honum miðann. Og okraði næstum því ekki neitt. Nú þarf ég ekki að gera góðverk aftur næstu 39 árin.
En eftir sat Halez greyið með sárt hnéð. Það gengur bara betur næst.
Megakrapp
Á meðan dyggir lesendur Krappetíkrappsins bíða eftir þýsku klámljósmyndinni úr steggjapartíinu hans Berta Stull, þá er hægt að svala fýsnum lesendanna tímabundið með þessari mynd:
Ef lesandinn gefur ímyndunaraflinu lausann tauminn þá er nokkuð víst að ýmsar áhugaverðar kenningar geta komið upp varðandi hvað það er sem lætur R. Steik setja upp þennan indæla svip.
Á meðan dyggir lesendur Krappetíkrappsins bíða eftir þýsku klámljósmyndinni úr steggjapartíinu hans Berta Stull, þá er hægt að svala fýsnum lesendanna tímabundið með þessari mynd:
Ef lesandinn gefur ímyndunaraflinu lausann tauminn þá er nokkuð víst að ýmsar áhugaverðar kenningar geta komið upp varðandi hvað það er sem lætur R. Steik setja upp þennan indæla svip.
9.8.03
Steggjakrapp
Ég er með í bígerð að reyna að komast í skanna svo ég geti birt hérna einu myndina sem var tekin í steggjapartíi Berta Stull sem haldið var honum að óvörum ekki alls fyrir löngu. Fyrir forvitna get ég uppljóstrað að á þessari mynd kemur bæði fram þýskt klám og kjánalegt höfuðfat. Ekki amalegt það.
Lesendur Krappetíkrappsins (sem án efa skipta hundruðum um þessar mundir) geta því beðið spenntir.
Ég er með í bígerð að reyna að komast í skanna svo ég geti birt hérna einu myndina sem var tekin í steggjapartíi Berta Stull sem haldið var honum að óvörum ekki alls fyrir löngu. Fyrir forvitna get ég uppljóstrað að á þessari mynd kemur bæði fram þýskt klám og kjánalegt höfuðfat. Ekki amalegt það.
Lesendur Krappetíkrappsins (sem án efa skipta hundruðum um þessar mundir) geta því beðið spenntir.
23.7.03
1.7.03
20.6.03
5.6.03
4.4.03
San-Fran krapp
Fyrir þá sem eru staddir á stór-San-Fransisco svæðinu þá gæti þetta verið eitthvað fyrir ykkur.
Þetta á víst að vera Dabbi, en mér sýnist þetta vera einhvert Cosmopolitan Swimsuit Issue módel, þetta getur nú varla verið Davíð.
Fyrir þá sem eru staddir á stór-San-Fransisco svæðinu þá gæti þetta verið eitthvað fyrir ykkur.
Þetta á víst að vera Dabbi, en mér sýnist þetta vera einhvert Cosmopolitan Swimsuit Issue módel, þetta getur nú varla verið Davíð.
19.3.03
31.1.03
Heja Sverige-krapp
Ljósi punkturinn í skammdeginu þessa dagana er sú staðreynd að Svíabastarðarnir eru dottnir útúr HM.
Hérna er dæmigerð sænsk anal-ýsa um hvað fór úrskeiðis: Aftonsnepillinn
Ljósi punkturinn í skammdeginu þessa dagana er sú staðreynd að Svíabastarðarnir eru dottnir útúr HM.
Hérna er dæmigerð sænsk anal-ýsa um hvað fór úrskeiðis: Aftonsnepillinn
17.1.03
Fréttablaðskrapp
Ánægjulegt að sjá hvað fólk sem ég þekki á auðvelt með að rata á síður hins mikla snepils fréttablaðsins. Fyrst var Nafni orðinn vesturstrandarrappari, síðan varð Berti Stull burtfarinn og nú síðast í gær var því slegið upp á forsíðu að ættarsetrið í föðurættina væri orðið miðstöð kvótabrasks á Íslandi. Ekki amalegt það. Útgerðarmaðurinn (ku vera föðurbróðir minn) gerði nú svosem ekki mikið úr þessu, enda birtist uppföljarinn á blaðsíðu 11 í dag.
Ánægjulegt að sjá hvað fólk sem ég þekki á auðvelt með að rata á síður hins mikla snepils fréttablaðsins. Fyrst var Nafni orðinn vesturstrandarrappari, síðan varð Berti Stull burtfarinn og nú síðast í gær var því slegið upp á forsíðu að ættarsetrið í föðurættina væri orðið miðstöð kvótabrasks á Íslandi. Ekki amalegt það. Útgerðarmaðurinn (ku vera föðurbróðir minn) gerði nú svosem ekki mikið úr þessu, enda birtist uppföljarinn á blaðsíðu 11 í dag.
10.1.03
Burtfararkrapp
Hef heyrt að gleðidauðarokkshljómsveitin OHGEATH hafi í fyrsta skipti í mannkynssögunni ratað á síður Morgunblaðsins í dag í sambandi við burtför hinns rómaða gítarsnillings Berta Stull Black Mofo.
Þetta er sko ástæða til að fagna (gefið að nafn hljómsveitarinnar hafi verið stafað rétt). Megi Berti burtfarast með sæmd.
United in hate!
Hef heyrt að gleðidauðarokkshljómsveitin OHGEATH hafi í fyrsta skipti í mannkynssögunni ratað á síður Morgunblaðsins í dag í sambandi við burtför hinns rómaða gítarsnillings Berta Stull Black Mofo.
Þetta er sko ástæða til að fagna (gefið að nafn hljómsveitarinnar hafi verið stafað rétt). Megi Berti burtfarast með sæmd.
United in hate!
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)