Karl faðir minn kom auga á þessa fyrirsögn í DV í dag. Ég trúi hreinlega ekki öðru en að sá sem setti þetta inn hafi verið meðvitaður um þessa hressandi tvíræðni:
Íhuga að hætta úranauðgun
Þetta hlýtur að vera hið besta mál fyrir greyið úrin gæti ég trúað, eftir áralanga misnotkun. Það er ekki fyrren lesandinn kemst lengra í greininni að eftirfarandi skýring kemur:
"...Íranar kynnu að hætta að auðga úran ef þeir fengju að halda í kjarnorkuáætlun sína...".
Hressandi! Ef Gísli Marteinn væri alltaf með "heddlæns" í hverri viku þá myndi ég ekki hika við að senda honum þetta.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli