Eftirfarandi fyrirsögn var birt á baksíðu Morgunblaðsins í gær:
Ég veit nú ekki af hverju Mogginn er endilega að flagga þessu í þátíð. Finnst nú að þeir ættu að uppdatera heimildamenn sína. Allavega eru ástamál ekkert hætt að flækja mitt líf frekar en annarra sem enn draga andann.
Þessi fyrirsögn fer í hóp blaðaúrklippna um líf mitt sem hafa áður birst með eftirtöldum fyrirsögnum:
"Amman bjargaði lífi Vilhjálms Stefánssonar"
"Staðfest að Vilhjálmur Stefánsson er faðirinn"
"Vilhjálmur lifir"
"Vilhjálmur fermdur"
Ég veit sennilega manna best hvernig er að lifa lífi undir gagnrýnu augliti fjölmiðlanna.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli