15.12.03

Ofátskrapp

Fyrst Hafdís fór sjö ferðir á jólahlaðborðinu þá þýðir það að ég hef farið átta. Krapp. Í tilefni af því bætti ég henni inn á "Gott krapp" listann ásamt Óla bróður hennar í skiptum fyrir Huginn sem hefur ekki látið í sér heyra í hátt á fimmta ár.

Fannst Billy Graham vera að beina orðum sínum extra mikið að mér á Aksjón um daginn þegar hann húðskammaði hjörð sína fyrir að vera átsvelgir og eiga skilið að brenna í eldum vítis. Ég hef kannski ekki verið að ímynda mér það.

Engin ummæli: