6.6.02

Seinheppniskrapp

Ég virðist vera frekar seinheppinn þessa dagana. För det första þá tóku allar mýflugur Skaufahrepps sig saman í grillveislunni í fyrrakvöld og beinlínis átu á mér lappirnar. Eftir það hef ég varla getað setið kjur í meira en þrjár sekúndur vegna fruntalegs kláða. För det andra þá tókst mér fyrr í kvöld að svíða á mér hægri hendina þegar ég stakk henni sem snöggvast inn í 250°C heitan ofn sem innihélt franskar kartöflur sem við halez höfðum í huga að snæða. Þannig að núna berjast kláðinn á löppunum og sviðinn á hendinni grimmilega um athygli mína. Ef þetta er ekki hið mesta krapp, þá veit ég ekki hvað er.

Engin ummæli: