28.6.05

Blandon-krapp

Annar stórviðburður helgarinnar var tónleikaröð Von Blandon fjölskyldusönghópsins þar sem allar helstu kirkjur höfuðborgarsvæðisins voru þræddar. Hófst tónleikaröðin í Hallgrímskirkju á laugardagskvöldið fyrir framan fleiri hundruðir sála og endaði í Bessastaðakirkju á sunnudagsmorguninn fyrir framan aðeins færri sálir.



Ég fattaði ekki fyrren um seinan að hafa með mér upptökutæki á giggin, hefði ekki verið amalegt að eiga bútleggið "Von Blandon: Live@Bessastaðir" í safninu. Tek það með næst þegar sönghópurinn treður upp (spurning um að bóka Kaffi Ak?).

Engin ummæli: