2.7.05

Duran-krapp

Ef einhver mætur einstaklingur hefði sagt mér árið 1990 að 15 árum seinna ætti ég eftir að fara á tónleika með Duran Duran þá hefði ég nú væntanleg efast um spádómshæfileika viðkomandi (og ef sami einstaklingur hefði sagt að ég ætti líka eftir að þurfa að bíða 15 ár eftir því að sjá Maiden þá hefði viðkomandi þokkalega fengið einn á lúðurinn).

Ég hélt nú samt með Duran í gamla daga (þó það hafi meira verið út af því að Öddi vinur bróður míns hélt með Wham! og ég gat ekki verið á sömu skoðun og hann), en hef nú aldrei gefið mikið fyrir þeirra tónlist. Nema reyndar lagið The Chauffeur, sem ég hef hlustað ósjaldan á í flutningi bárujárnsrokkhljómsveitarinnar Deftones, en ekki mikið í original útgáfunni. Ég hugsaði reyndar þegar ég heyrði það lag fyrst með Deftones að sennilega væri meira í Duran Duran spunnið en ég hafði fram að því viljað viðurkenna.

Ég sumsagt sló til með stuttum fyrirvara vegna hópþrýstings í vinnunni, og hafði engar væntingar aðrar en þær að ég myndi fara sáttur út ef ég fengi að heyra The Chauffeur. Niðurstaðan var sú að giggið kom mér mjög þægilega á óvart. Ég hafði aldrei getað ímyndað mér Duran sem gott tónleikaband, en þeir rokkuðu bara þónokkuð feitt. Simon Lebon hefur haft það orð á sér að vera frekar óstabíll söngvari á tónleikum, en hann sló ekki feilnótu allt kvöldið. Mér til mikillar gleði þá tóku þeir "lagið mitt" og í tilefni af því ætla ég að deila því með lesendum Krappetíkrappsins:

Deftones -The Chauffeur.mp3*

* mp3 skráin eyðir sér sjálf 24 tímum eftir niðurhal.

Engin ummæli: