28.6.05

Varakrapp

Náði að afreka ýmislegt um helgina, þar með talið að mæta über-färskur í útskriftarveislu Vara frænda. Náði hann þar með að næla sér í nokkuð mörg Frændastig. Á hinn bóginn þá var Sponni frændi á undan Vara að útskrifast þannig að það er spurning hvort það eigi nokkuð að útdeila þessum stigum. Reyndar fór ég ekki í útskriftarveisluna hans Sponna frænda þannig að þetta jafnast sennilega út.

Burtséð frá því hver eiginlega sé besti frændinn þá má Vari eiga skilið þakkir fyrir þetta rokna partí. Heimalöguðu sóma-tortillurnar voru einstaklega ljúffengar. Þarna var einnig árangur Vara á sviði ljóðlistar og pistlagerðar rifjaður upp við mikinn fögnuð, og hefur það án efa gefið honum byr undir báða vængi hvað varðar frekari afrek á þeim vettvangi. Ég, sem og aðrir lesendur Krappetíkrappsins, bíð spenntur.

Engin ummæli: