15.6.02

MyndbandakrappÉg kom við á minni lókal vídeóleigu áðan, þar sem ég taldi mig þurfa smá afþreyingu innanum allt pakkandið. Ég sá fljótt að ég hafði um tvennt að velja hvað varðaði afþreyingarefni til útleigu. Fyrst ber að nefna kvikmyndina "Teenage Caveman", sem mér sýndist vera einhvers konar samblanda af Leitin að eldinum og Amerikan Pæ. Hinn valkosturinn var vísindaskáldsögutryllirinn "How to make a monster", sem fjallar um þróun á ofbeldisleik sem "fer hræðilega úrskeiðis þegar sterk rafmagnsafhleðsla gerir það að verkum að harði diskurinn lifnar við og fær sína eigin meðvitund" (lauslega þýtt úr svíamáli). Valið var að sjálfsögðu erfitt, en á endanum varð seinni kosturinn fyrir valinu, enda er ég með vægt blæti fyrir hugsandi hörðum diskum. Ég mun rapportera um gæði myndarinnar þegar á líður.

Engin ummæli: