Hultsfred/Slayer-krapp
Eins og alþjóð veit, þá er Hultsfred tónlistarhátíðin á fullu skriði á þessu augnabliki einhvursstaðar í Svíþjóð þar sem ég er ekki (ég var að velta því fyrir mér að fara með nokkrum svenskum bekkjarfélögum mínum, en síðan varð þessi hérna fyrir valinu í staðinn). Ein sjónvarpsstöðin hérna í Svíaríki sendir beint frá hátíðinni og hef ég verið að horfa með öðru auganu á misgóðar hljómsveitir í imbanum á meðan hitt augað pakkar, mestallt einhverjar tiltölulega krappí sænskar indírokkpoppkrappsveitir (þó þessi hafi reyndar verið mögnuð). Í kvöld var hin geðþekka spíd/trasj/geðveikismetalhljómsveit Slayer sem hélt uppi stuðinu. Ég auðvitað varð að dokjúmentera þennan viðburð, þrátt fyrir að blæti mitt fyrir dokjúmentasjón hafi óneitanlega dvínað nú þegar halez og RobbiK eru báðir horfnir heim á leið. Þetta er þokkalegur þungarokksfartur, með assgoti litlar lappir:
Verst að ég sá þetta gigg svona cirkabát 10 árum of seint, á þeim tíma hefði ég án efa verið þokkalega slefandi yfir þessu. Ágætis skemmtun öngvu að síður, þó hjartað í mér hafi þurft að hafa mikið fyrir að höndla þetta.
14.6.02
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli