8.6.02

Freðnistilkynningarskyldukrapp

Þar sem hefð hefur skapast fyrir því að ég kunngjöri freðni mína vía Krappetíkrappið, þá datt mér í hug að tilkynna lesendum um það að ég er ágætlega freðinn akkúrat í augnablikinu. Grunar að sú freðni sé kombinering af hinni klassísku exxxjobbsfreðni (eða lokaverkefnisfreðni eins og hún kallast á fræðimálinu) svo og freðni sem stafar af 5 tíma ofbeldisleikjaspilunarmaraþoni við halez yfir staðarnet byggingarinnar. Þar með er það skjalfest.

Síðan vil ég lýsa yfir vonbrigðum mínum yfir því að ekki fleiri séu búnir að sjá sér fært um að óska mér til hamíngju með exxxjobbsskil í gegnum kommentamekanisma Krappetíkrappsins. Í ögönblekinu er það einungis Ása gógógella fraukan atarna sem hefur gefið sér tíma í að massa komment, og á hún þakkir skildar fyrir það. Þessi dræmu viðbrögð má annaðhvort rekja til þess að það sé í rauninni enginn annar en Ása sem les þetta krapp, eða þá að allir aðrir fastagestir Krappetíkrappsins séu með eitthvað krónískt andblæti fyrir hamíngjuóskum. Ég trúi reyndar fruntalega mikið á fyrri valmöguleikann, en held þó í vonina enn um sinn.

Síðan má auðvitað minnast á að sumarlúkkið 2002 hefur fengið smá andlitslyftingu, sem ætti að gera Krappetíkrappið enn meira hipp og kúl en áður var, ef það var þá fræðilega mögulegt frá början.

Engin ummæli: